Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 38

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 38
118 sá, að mikill munur verður ekki gerður á heftunum. hau flytja öll góða og lélega brandara. Út á þetta síðasta set ég helzt, að kveðskapurin er heldur bágborinn, sumar vísurn- ar margprentaðar og sennilega skakkt feðraðar, svo sem „Burtu hrókur flæmdist flár“ o. s. frv. og „Þú ert stopull þorpari“ o. s. frv., aðrar, svo sem flest erindin, sem höfð eru eftir Gísla frá Skörðum, grófar skammarvísur, ger- sneyddar fyndni og sjálfsagt áður prentaðar sumar. Eigi íslenzk fyndni að vera rétt mynd af hnittilegum tilsvörum og smellnum kveðskap þjóðarinnar, þarf ritið að eiga sína safnara í öllum héruðum, nasma og kímna menn, sem grípa fyndnina á lofti um leið og hún flýgur. Nú kem ég að þremur bókum, sem fiafa það sameiginlegt að fjalla um forna atburði og minjar og nefni ég þá fyrst: Stakir steinar, eftir dr. Kristján Eldjárn. Aldrei hafði ég elað, að mér mundi finnast bók þessi bráðskemmtileg, til þess þekkti ég bæði frásagnarsnilld og stíl höfundar nógu vel, og varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Bókin fjallar um líkt efni eins og fyrri bóik höfundar, „Gengið á reka“, gamla muni og minjar. Gamlir munir hafa tvenns konar gildi. Menningarsögulegt, sem þeir bera með sér, og þeini er ætlað að túlka senr safngripum, en svo eiga þeir líka sína sögu og þekkingin á henni gefur þeim tvöfalt gildi. Saga munanna er ekki hverjum augljós, til þess að rekja haíia þarf rannsókn og fræðimann, sem bæði er glöggskyggn, ger- hiugull og getspakur, því oft þarf að geta í eyður, og svo þarf hann líka að kunna að segja sögu. Allt þetta sameinar Kristján Eldjárn prýðilega og þess vegna verður frásögn hans fróðleg, lifandi og skemmtileg. Líklega er þessi bók Kristjáns, þótt góð sé, varla eins skemmtileg eins og „Geng- ið á reka“. Höfundurinn er nú fræðilegri og varfærnari og heldur aftur af ímyndunaraflinu, en það slævir fjörsprettina. íslenzkt mannlíf, eftir Jón Helgason, er líka vel rituð bók, skemmtileg aflestrar og þættirnir vel unnir að því er virðist.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.