Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Blaðsíða 41

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Blaðsíða 41
121 skemmtilegu fjörsprettum og útúrdúrum, að hreinn unað- ur er að lesa. Það, sem einkennir bókina fyrst og fremst, er þrotlaus leit höfundarins að kjarna málsins, ástæðunum og orsökunum, er stjórnuðu afstöðu þeirra og athöfnum, er við málefni skólans koma með eða móti, til ills eða góðs. Á bak við er það skemmtilega og mannúðlega lífsviðhorf, að allir viljum við gera vel og rétt, og þegar oklkur bregst bogalistin, hljóta góðar og gildar ástæður að hafa vélt um fyrir okkur. Þessi bók er ekki saga norðlenzka skólans nema að litlu leyti, þá sögu mætti segja eins vel á 100—200 síðum. Bókin er miklu fremur sálræn gagnrýni á forgöngumönnum og andstæðingum skólans, stjórnendum hans og kennurum og síðast en ekki sízt mat á aÉkvæmum hans, nemendunum. Bc>kin er þó enn þá meira en þetta, því hún er öðrum þræði leiðsögn í skólastjórn, full af spaklegum ályktunum og orða- tiltækjum, nýstárlegum orðum og orðasamböndum. Hvað segja menn t. d. um setningar eins og þessar, sem ég nefni af handahófi, af því ég man þær í svipinn: „Aldrei ætti að breyta því, sem vel hefur reynzt.“ „Fáar bækur eru svo góð- ar, að ekki sóu í þeim leiðinlegir kaflar“, eða þessum orð- um: Grópandi, gróporður (expressiv), snarvígur (slagfærdig). Orðabókarhöfundarnir eiga áreiðanlega erindi í þessa bók. Þótt bókin beri öll þess merki, að höfundurinn vill jafn- an leita hins rétta og sanna, fatast honum stundum ályktan- irnar. Hann harmar t. d. mjög, að skólahúsið á Akureyri skyldi ekki gert úr steinsteypu og kennir um Skammsýni ráð- andi manna. Kennir þar ciskhyggju hans sjálfs, því sjálfsagt hefur liann óskað þess oft og mörgum sinnum, meðan hann réði þar húsum, að það væri orðið af steini gert í hólf og gólf, því eldhættan í skólanum þjakaði hann mjög að von- um, en honum sést yfir, að ef húsið hefði verið gert úr steinsteypu upp úr aldamótunum, meðan steinsteypa var hér í algerum barndómi, hefði það aðeins orðið útveggir og þeir hrákasmíði. Allt innvolsið hefði eftir sem áður orð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.