Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 46
126
vaxandi fjölda þeirra manna, er ættu að geta valdið þess-
um efnum.
Þegar athuga skal hvað þessu veldur getur þrennt eink-
um komið til greina: 1) Utgefendur hafa ekki áhuga á því
að gefa út slíkar bækur. 2) Fólkið í landinu, lesendurnir,
hafa lítinn áhuga á slíkum bókum. 3) Sérfræðingar okkar í
þessum greinum hafa lítinn áhuga á því að rita slíkar bæk-
ur við alþýðuhæfi.
Við skulum athuga þessi atriði nokkru nánar.
Útgefendurnir, flestir eða allir, hafa eðlilega fyrst og
fremst áhuga fyrir þeim bókum, er líiklegt er að seljist og
líklega þykjast þeir ekki hafa góða reynslu í þessum efnum
hvað náttúrufræði og hagnýt fræði áhrærir. Þessu getur
tvennt valdið. Mistök í vali bóika eða meðferð efnis og lítil
kynni almennings af þessum bókmenntum og vanmat þar
af leiðandi.
Ég efa mjög, að vanmat lx>kaútgefenda á náttúrufræði-
legum bókum sé á rökum reist. Hér hafa verið ritaðar og
gefnar út náttúrufræðirit, er selzt hafa með ágætum að ég
ætla, svo sem Flóra Islands, eftir Stefán Stefánsson, bækur
Þorvalds Thoroddsens, Bjarna Sæmundssonar. Fuglabók
Magnúsar Björnssonar og fleiri mætti nefna. Sumar þessar
bækur eru jafnvel komnar í nýjum útgáfum. Ekki fæ ég
skilið, að bækur um ýmsa þá þætti náttúrufræðinnar, er hér
hafa alveg eða að mestu leyti orðið útundan, svo og um
nýjar kenningar, viðhorf og uppgötvanir í þessum fræðum,
þættu ekki alveg eins girnilegar til fróðleiks eins og þessi
eldri rit, þótt góð væru og sum í fullu gildi enn með litl-
um lagfæringum.
Af slíkum verkefnum mun rétt að nefna hér nokkur, sem
furða mætti heita ef ekki yrðu vel jægin af íslenzkum les-
endum, ef úrvinnsla og útgáfa tækist þolanlega:
Það er viðurkennt, að sumir þættir jarðmótunarfræði séu
é>víða auðraktari en hér, og má því merkilegt kalla, að eng-
inn skuli hafa lagt í að skrifa Jarðmótunarfrœði og Jarð-