Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 50
130 Það er mjög hæpið að fullyrða, að alþýðleg rit um nátt- úrufræði og nútíma vísindi séu óseljanleg, vegna þess, að almenningur hefur lengi ekki átt neina völ á öndvegisrit- um af því tagi. Afleiðing þeirrar kyrrstöðu, sem hér hefur orðið í út- gáfu fræðirita um nútíma vísindi, og þau stórmerki, er gerzt hafa á því sviði að undanförnu, felur í sér alvarlega hættu. Nefnilega þá, að alþýða manna fari að telja vísind- in sér óviðkomandi og trúa því, að þau séu svo flókin og torskilin, að þau séu óskiljanleg öllum almenningi. Töfra- heimur þeirra sé yfirnáttúrlegur og aðeins opinn nokkrum útvöldum sálum, er nefnast vísindamenn. Þetta gæti leitt til þess, að vísindamennirnir svonefndu slitni úr andlegum tengslum við alþýðu manna, en slík fyrirbæri eru þekkt úr mannkynssögunni og hafa jafnan leitt til t'mkynjunar, van- þróunar og afturfarar. Vísindin sækja þrótt og styrk til al- mennings, og því þarf almenningur að kunna sæmileg skil á vísindunum. Þetta skildi hinn mikli spekingur Einstein. í formála fyr- ir bók, er rituð var um hann sjálfan og kenningar hans „The Universe and Dr. Einstein“, segir hann, eftir að hafa rætt um vandkvæðin á því að gera vísindalegt efni almenn- ingi skiljanlegt: „Það er mjög þýðingarmikið, að allri al- þýðu sé gefið tækifæri til að kynnast — fræðilega og hugs- analega — aðferðum og árangri vísindalegra rannsókna. Það er ófullnægjandi, að sérhver árangur sé aðeins meðtekinn, fullkomnaður og ihagnýttur af fáum fræðimönnum á hverju sviði. Einskorðun þekkingarinnar við lítinn hóp manna deyðir andagift fjöldans og leiðir til sálarlegrar fátæktar.“ Vísindi er mjög ofmetið hugtak og afar teygjanlegt. Við heyrum talað um hugvísindi, raunvísindi, hagvísindi, nátt- úruvísindi, búvísindi, verkvísindi, málvísindi o. s. frv. og má af þessu marka, að ekki sé allt, sem nefnt er vísindi, svo mikið torf, að það sé óskiljanlegt hverjum meðalgreindum manni. Vísindi er-u í raun og veru þekking og hugvitsamleg

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.