Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 53

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 53
Astungur Búnaðarháskóli og búvísindastofnun. Það er rætt um að setja á stofn búnaðarháskóla á íslandi, og er gott að málið sé rætt og hefði fyrr mátt koma meiri skriður í skrif og umræður um þetta stórmál landbúnaðar- ins. Nú er frumvarp um búnaðarháskóla á Hvanneyri kom- ið fram á Alþingi. Frumvarp þetta hef ég ekki séð, en nokk- uð um það heyrt og dreg af því þá ályktun, að það yrði eng- in viðunandi lausn, þótt samþykkt yrði, en mistök í þessu máli mundu lvefna sín grimmiiega. Ég óttast, að umræður um þetta mál muni mótast allmik- ið af persónulegum viðhorfum og fordild, og tel æskilegt, ef unnt er, að víkja þeim inn á óháðara og víðara sjónarmið. Kemur þá þrennt einkum mér í hug: 1) Höfum við ráð á þessu? 2) Á hvern hátt er það helzt framkvæmanlegt? 3) Hvernig verður það gert, svo það þjóni bezt þörfum framtíðarinnar? Fyrstu spurningunni er ekki auðsvarað, en þeir, sem vilja reisa búnaðarháskóla, verða að gera sér ljóst, að „Hákot“ er stórt orð og að stofnun, sem nefnast skal búnaðarháskóli, þarf meira en nafnið eitt. Hún þarf að geta haldið, hvað kennslu, aðbúnað og vísindalegar rannsóknir áhrærir, nokk- uð til jafns við hliðstæðar stofnanir annars staðar. Önnur spurningin fer í nokkuð sama farveg og fyrsta spumingin, og viðhorf mitt til hennar er það, að þetta sé því aðeins framkvæmanlegt, svo viðhlýtandi megi kalla, að bún- aðarháskóli og Búnaðardeild atvinnudeildar háskólans, verði sameinuð í eina stofnun. Á þann hátt ætti að mega slá tvær flugur í einu höggi, tryggja búnaðarháskólanum góða kennslukrafta og rannsóknarstofur og tengja hann náið rann-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.