Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 61

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 61
141 8. Að morgni miðvikudags 4. nóv. hófst fundur að nýju. Til viðbótar þeim gestum, er sátu fundinn og getið er í byrjun þessarar fundargerðar, voru mættir: Tryggvi Jónsson, Skeggjabrekku í Ólafsfirði, Pétur Jónsson í Reynihlíð og Sigurður Líndal á Lækjamóti. Tveir þeir fyrrnefndu sátu fundinn báða fundardagana. Var þá gengið til dagskrár: Fyrstur tók til máls Árni Jónsson tilraunastjóri, og og ræddi hann um jarðræktarmál. Rakti hann sögu jarðræktarinnar í landinu, í stórum dráttum, allt frá landnámstíð. En höfuðþáttur erindisins fjallaði um á- burðartilraunir, sem gerðar hafa verið nú hin síðari ár. Lýsti ræðumaður að lokum þeirri von sinni og trú, að ræktunarmenning okkar væri nú komin á það stig, að jafnvel í árferði, sem skapað hefði hallærisástand fyrir nokkrum áratugum, ætti nú að vera hægt, með skynsamlegri áburðarnotkun, að framleiða meðal hey- feng í landinu. 9. Næstur tók til máls Jón Rögnvaldsson garðyrkjuráðu- nautur og talaði um garðrækt, nytjajurtir og skrúð- garða. — Að erindi hans loknu var gengið til hádegis- verðar. 10. Klukkan 1 eftir hádegi hófst fundur að nýju. Fóru þá fram frjálsar umræður um þau tvi) erindi, sem flutt voru á fundinum fyrir hádegið þennan dag. Þessir tóku þá til máls: Ólafur Jónsson, tvisvar, Pétur Pétursson, Skafti Bene- diktsson, Sigfús Þorsteinsson, Árni G. Eylands, Eirik Eylands, Jón Rögnvaldsson, Árni Jónsson, Ármann Dal- mannsson, Þórarinn Haraldsson. í umræðum þessum komu fram margvíslegar hliðar á mál- um og skýringar á ýmsu, sem allt miðaði til eflingar íslenzk- um landbúnaði. Fyrri fundardaginn var fundargestum boðið að skoða kyn- bóta- og afkvæmastöðina Lund við Akureyri, og um kvöldið

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.