Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 9
11
Næringarefni, % í þurrefni.
Þurrefnismagn á flatareiningu.
Mynd 7. Styrkleikalínurit, sem skipt er á fjögur svæði merkt 1, 2, 3 og
4. Yfirlitsmynd.
er af á öllum þremur svæðum, þau geta litið eins út og línu-
rit þess næringarefnis sem skortir á miðsvæði blettsins. Þegar
svo stendur á, er hægt að létta túlkunina með efnagreiningu
þriggja jarðvegssýnishorna, eins frá hverju svæði. Plöntu-
efnagreiningu og jarðvegsefnagreiningu má oft nota til
gagnkvæms stuðnings við túlkun hvorrar um sig. Skorts-
einkenni, sem kunna að vera, og aðrar aðstæður á svæðunum
þremur ber að skrifa niður.
Við blettrannsókn er reynt að útiloka þætti, sem valda
erfiðleikum í túlkun. Orsakir breytilegs vaxtar á svæðunum
þremur skulu eingöngu eiga rót sína að rekja til áhrifa eins
þáttar, sem er breytilegur frá svæði til svæðis, á vöxt plönt-
unnar og styrkleika næringarefna í henni.