Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 10
12
Þurrefnismagn á flatareiningu.
Mynd 8. Tvö vaxtarlínurit, sem sýna samhengi á milli vaxtar og jafn-
vægisstyrkleika plöntunæringarefnis í jarðvegi í þessu dæmi fosfór.
Breytilegur jafnvægisstyrkleiki getur komið fram við að bera á vax-
atuli magn af fosfati á fosfórskortandi jarðveg. Yfirlitsmynd.
Önnur aðferð við túlkunina, sem hentar vel, þar sem gögn
úr akurtilraunum eru fá, hefur verið kynnt í Danmörku af
Friis Nielsen (2); aðferðin er eftirfarandi: Sýnishorn eru
tekin oft á vaxtarskeiðinu og í hvert skipti fjöldi sýnishorna
— jafnmargar plöntur í hverju sýnishorni. Sýnishornin eru
efnagreind, og því næst er sá hluti styrkleikalínuritsins, eða
línuritanna, sem sýnishornin afmarka, teiknaður. Á mynd 7
er táknmynd af styrkleikalínuriti, sem nær yfir 4 svæði
merkt 1, 2, 3 og 4. Svæði 1 og 3 einkennast bæði af mikilli
sveiflu í styrkleika næringarefna í plöntunni og lítilli sveiflu
í vexti. Sé vöxturinn lítill (svæði 1), er mikill næringarskort-