Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 16
18
Einnig er erfitt að skera úr um, að hve miklu leyti eigi
að nota rýmd og flæðihraða og aðra skyldar mælieiningar
í jarðvegsefnagreiningum. Notkun þvílíkra mælieininga
saman getur gefið betri túlkun, þ. e. betra samræmi milli
þessara mælieininga ásamt styrkleikaeiningum annars veg-
ar og vaxtar hins vegar. Túlkun efnagreininganna verður
tæplega betri, þó að notuð sé rýmd eða flæðihraði, til dæmis
fyrir fosfór, í staðinn fyrir styrkleika, ef lcigun línuritsins
verður eins og í mynd 10.
Styrkleiki og mælieiningar fyrir nýtanleika plöntunær-
ingarefna jarðvegsins, sem standa í réttu hlutfalli við styrk-
leika, hafa aukið skilning á breytilegri lcigun vaxtarlínurita
eftir ræktunaraðstæðum. Þessar mælieiningar hafa þess
vegna einnig sérstakt gildi fyrir túlkun jarðvegsefnagrein-
inga. Gildi styrkleika (koncentration, intensitet) plöntu-
næringarefna eða efnaflokka í plöntunni er augljóst, hvað
snertir plöntuefnagreiningar.
Við allar aðferðir til túlkunar á jarðvegs- eða plöntuefna-
greiningum verður að finna samhengi milli niðurstaðna
efnagreininga og viðeigandi vaxtarlínurita eða nýtingar-
rita. Einnig verður að taka tillit til tíma og staðarþátta. Því
betur sem viðeigandi línurit eru þekkt, þeim mun réttari
verður túlkunin.
t