Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 19
21
ar á vegum Rannsóknarstofu Norðurlands sumarið 1966
túntilraunir úti í sveit með brennisteinsáburð. Voru þær
útlagðar í Eyjafirði og S.-Þing. Skýrsla um tilraunirnar og
niðurstöður þeirra birtust í 63. árgangi Ársritsins. í þess-
um tilraunum kom það í ljós, sem áður var einungis grun-
að, að brennisteinsskortur var talsverður á öllum þeim stöð-
um, sem tilraunirnar voru lagðar út. I Villingadal í Eyja-
firði var vaxtaraukinn fyrir 16 kg af brennisteini í gipsi í
tveim sláttum, sem næst 27 hestar af heyi á hektara. Brenni-
steinssúrt kalí gaf svipaðan vaxtarauka og gips.
Á vegum búnaðarsambandanna á félagssvæði Ræktunar-
félags Norðurlands voru, sumarið 1966, mæld og kortlögð
tún í eftirtöldum hreppum: í S.-Þing. flest tún í Aðaldæla-
hreppi, í F.yjafjarðarsýslu tún í Skriðu- og Árskógshreppi,
í Skagafjarðarsýslu tún í flaganes- og Seyluhreppi og í Aust-
ur-Húnavatnssýslu voru mæld tún í Sveinsstaðahreppi. Ur
flestum túnum í nefndum hreppum bárust jarðvegssýnis-
horn til rannsóknarstofunnar haustið 1966. Auk þess bár-
ust nokkur sýni úr Norður-Þingeyjarsýslu, og úr einstaka
túnum utan nefndra lireppa þar sem eitthvað þótti atlniga-
vert með sprettu eða annað. Samtals urðu þetta 2150 sýni.
í desember 1966 er hafin efnagreining á nefndum jarðvegs-
sýnum og að mestu unnið við þær fram í miðjan apríl, en
þá eru niðurstöður sendar til búnaðarsambandanna til dreif-
ingar meðal bænda.
Um sumarið 1967 er unnið að ákvörðun á brennisteins-
magni í nokkrum jarðvegssýnum úr Suður-Þingeyjarsýslu
og Austur-Húnavatnssýslu og framkvæmdar eru nokkrar at-
huaianir og tilraunir úti á túnum bænda með brennisteins-
áburð. Niðurstöður þessara brennisteinsrannsókna eru birt-
ar í tveim greinakornum í Ársriti Ræktunarfélags Norður-
lands 64. árgangi 1967.
Sumarið 1967 er einnig unnið að efnagreiningu á heyi
og má sérstaklega geta þess að ákvarðað var bæði hrápró-
tein- og hreinpróteinmagn í heysýnum úr brennisteinstil-
raunum frá árinu 1966. Helzt athyglisvert við niðurstöður
þessara nrælinga var að hrápróteinmagnið virtist tiltölulega