Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 25

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 25
27 og vélmjöltun. Við höfum þó varla ennþá gert okkur fylli- lega Ijóst, hvers við eigum að krefjast í þessum efnum, eða að um fleiri eftirsóknarverða eiginleika geti verið að ræða í kúastofni okkar. Af tveimur ástæðum er nú rétt að staldra dálítið við, og gera sér nokkra grein fyrir þessu. I fyrsta lagi höfum við á aðal nautgriparæktarsvæðunum náð svo góðum árangri í af- köstum kúnna, að við erum þess vel umkomnir að leggja aukna áherzlu á aðra æskilega eiginleika þeirra. í öðru lagi hafa áhrif einstakra nauta farið mjög vaxandi á þeim svæð- um, þar sem sæðingar hafa verið upp teknar, og með til- komu djúpfrystingar á sæði og einnar kynbótastöðvar fyrir allt landið, geta þessi einstaklingsáhrif margfaldazt. Því er einmitt nú þörf á að gefa því gætur, hvaða eiginleika við teljum æskilegt að rækta upp í kúm okkar, áður en þeir landshlutar, sem enn eru lítið snortnir af kynbótum undan- farinna ára, verða lagðir undir allsráðandi áhrif einnar kyn- bótastöðvar. Af eiginleikum, er til greina getur komið að leggja rækt við, auk þeirra, er áður hafa verið nefndir, má telja hreysti, að svo miklu leyti, sem hún getur talizt arfgeng, þrifni, geð- prýði og fóðurrými, en svo nefni ég þann eiginleika kúnna, hve mikið þær geta torgað af svokölluðu gróffóðri, en það er hér á landi nær einvörðungu stráfóður af mismunandi gerð og tegundum. Það er þessi síðasttaldi eiginleiki, tír ég hér vil sérstaklega gera að umræðuefni. Því er ekki að leyna, að eftir því, sem afköst kúnna okkar hafa vaxið, hefur kjarnfóðurgjöf vaxið mjög. Að vissu marki er þetta eðlilegt og ekkert við því að segja. Þó verður það alltaf að teljast æskilegt, að sá hluti fóðurþarfarinnar, sem unnt er að fullnægja með heimaöfluðu fóðri, í þessu tilfelli stráfóðri, sé sem stærstur. Til þess að svo geti orðið, ber að keppa að tvennu. Það þarf að gera fóðurgildi stráfóðursins sem mest, og rækta upp kýr eða kúastofn, er getur nýtt sem mest stráfóður. Um fyrra atriðið hefur oft verið rætt. Þar koma til greina atriði eins og val fóðurjurta, áburður, að- búnaður, sláttutími og heyverkun og verður ekki fjallað um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.