Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 29
31
hverju einstöku félagi, og sé enganveginn einvörðungu
bundin við landshluta. Þess ber þó að gæta hvað þau bú
áhrærir, sem notað hafa minnst stráfóður handa kúnum, að
þar kann fóðursparnaður að valda eins miklu eða meiru,
en getuleysi kúnna til að torga því.
Af framangreindum samanburði verður þó að álykta, að
í kringum 1930 hafi hér verið verulegur munur á hæfni
kúnna til að hagnýta stráfóður, bæði milli landshluta og frá
einu heimili til annars. Hvernig þessu er háttað nú, er víst
lítið vitað um. Alls staðar hætt að vega heyið handa kúnum,
en víðast hvar munu þær fá að éta nægju sína af því, en hve
mikið það er, vita víst fæstir með vissu. Athugulir bændur
gera sér þó nokkra grein fyrir hve duglegar kýr þeirra eru
að eta stráfóður. Kemur þar ekki aðeins til greina hve mik-
ið kviðrými kúnna er, heldur einnig hve lystargóðar þær
eru og ómatvandar.
Með því að þessi eiginleiki kúnna hefur verulega hagræna
þýðingu, virðist ekki fráleitt, að það sé athugað hve mikið
hans gætir ennþá í kúastofninum, og hver tök eru á því að
rækta hann þar og útbreiða. Þrátt fyrir það, þótt nú séu
allir hættir að vega stráfóður handa kúm, þá ætla ég, að
flestir glöggir bændur geri sér nokkra grein fyrir hve mis-
jöfn geta kúa þeirra er við að eta stráfóður, og að ekki þurfi
að vera mjög mikil fyrirhöfn að mæla þessa getu hjá líkleg-
ustu kúnum. Þegar þannig er búið að finna mestu átvöglin
og skrásetja, kemur næst til greina að velja úr þeim nauts-
mæður og kýr til að ala kvígur undan, án þess þó að missa
sjónir á öðrum æskilegum eiginleikum kúnna við úrvalið.
Því varla þarf að efa, að eiginleiki þessi er að mestu arfgeng-
ur, þótt upeldi kunni að hafa nokkur áhrif. I því sambandi
minnist ég þess, að eitt sinn voru tveir systrahópar í sam-
anburði á búfjárræktarstöðinni í Lundi, sem voru alveg ger-
ólíkir í þessum efnum. Annar var að velta gjöfinni fyrir sér
í marga klukkutíma, áður en hann tosaði henni í sig. Hinn
gleypti hana á tæpum hálftíma.
Ég held það sé tímabært að taka upp skipulega athugun
1 og ræktun á þessum eiginleika, áður en hann útjafnast meira