Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 42
44
mestu, fékk sáðsléttu til sláttar, þar sem sáð hafði verið
Tímóteii eingöngu. Bóndinn hafði litla trú á hinu grófa
Tímóteiheyi og kom því fyrir í sérstakri stæðu í fjóshlöð-
unni. Um miðjan vetur tók hann að gefa það mjólkurkúm,
í stað töðunnar af gamla túninu. Svo brá við, bóndanum til
mikillar undrunar, að kýrnar græddu sig, er þær fóru að fá
Tímóteiheyið sem aðalfóður dag hvern. Annar bóndi sáði
Tímóteifræi eingöngu í nýrækt í mýri. Hann var ekki smá-
tækur, sáði í 5 ha. Sprettan varð góð og heyfengur mikill,
en svo brá við um veturinn, að kýrnar vildu ekki líta við
Tímótei-töðunni, hvernig sem reynt var. Lítill vafi á, að
mýrin hefir verið lakari til ræktunar en bóndann grunaði,
sennilega mjög kalksnauð, og ef til vill skortur á fleiri efn-
um, sem ekki varð bætt úr með notkun venjulegs tilbúins
áburðar eingöngu.
Mýrarnar og kalið. —
A árunum 1942—1966 heíir verið varið til iramræslu mýr-
lendis um S20 millj. króna, og hundruðum millj. króna til
ræktunar hins framræsta mýrlendis, þar eð mjög mikill
hluti þess lands sem ræktað hefir verið á þessu tímabili er
mýrlendi. En alls hefir nýræktin á þessum 25 árum numið
nær 70 þús. hekturum. Þetta er nýr þáttur í ræktunarsög-
unni.
Vér þykjumst vita, að mikið af mýrunum íslenzku sé
ágætt ræktunarland, en í raun og veru vitum vér harla lítið
um mýrarnar sem ræktunarland, gerð þeirra, eðli og rækt-
unarhæfi. Þótt framræslan sé undirbúin af kunnáttumönn-
um hafa þeir harla lítið við að styðjast, er þeir mæla fyrir
skurðum, engar framræslu-tilraunir og rannsóknir. Til
slíkra tilrauna hefir ekki verið varið fé. Ennþá verra er það
með rœktun mýranna, engu fé og varla dagsverki hefir ver-
ið varið til rannsókna á mýrunum sem ræktunarlandi. Þetta
er í rauninni afskaplegt ástand, og harla ólíkt því sem tíðk-
ast hjá öðrum búmenntuðum þjóðum. Segja má að þar sé
vart tekinn til ræktunar mýrarblettur fyrr en mýrin hefir