Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 47
49
vegi, sérstaklega jarðvegi mýranna, geta vafalaust orðið
bændum til mikillar og góðrar leiðbeiningar þegar lengra
líður. Að mínu áliti liggur mest á rannsókn mýranna og að
þær rannsóknir og kalrannsóknir haldist nokkuð í hendur.
Að — fræðilegar rannsóknir einar leysa engan vanda. Hitt
er ekki minna um vert að koma árangri og niðurstöðum
rannsóknanna í gagnið. Fyrirmyndir og sýnikennsla er væn-
legast til þess. Bændur eiga heimtingu á, að bœndaskólarnir
visi þar leið í túnræktinni. Því hlutverki hafa skólarnir
brugðist nú undanfarið, á hinn hörmulegasta hátt. Þar þarf
og verður að breyta um til batnaðar. — Það þarf að breyta
ræktunarháttunum til batnaðar. Fordæmið í þeirri siðabót
eiga bændur að geta sótt að Hvanneyri og heim að Hólum.
Á Alþingi í vetur, var í efri deild samþykkt þingsályktun
um, að bændaskólarnir veiti fræðslu í fiskirækt og fiskeldi.
„-----verði fræðsla um ræktun og eldi vatnafiska efld við
bændaskólana í landinu.“
Þetta er vafalaust harla gott, en það flögraði að mér í
sambandi við þingsályktun þessa, hvort ekki væri ástæða til
að gera samþykkt á Alþingi og „skora á landbúnaðarráð-
herra að hlutast til um“, að komið verði á og efld við bænda-
skólana sýnikennsla í góðri og vandaðri túnrækt og endur-
rœktun lélegra túna, svo að verða megi bændaefnum og
bœndum til fróðleiks og fordæmis.
Það er óneitanlega hart að þurfa að ætlast til þess, að
landbúnaðarráðherra verði að „hlutast til um“ slíkt, en
hvað skal gera, varla er það minna um vert fyrir bændur, en
kennsla í fiskirækt, að þeim fróðleik ólöstuðum.
Reykjavík, í apríl 1968.
4