Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 48
50
Jón í Villingadal hjálpar til við að vigta af brennisteinstilraun á tún-
inu í Villingadal,
FORSPJALL AÐ FRÁSÖGU.
Jóhannes Sigvaldason hefur beðið mig um frásöguþáttinn
Búraunir og bjargvættir, til birtingar í Ársritinu. Lét hann,
sem vind um eyru þjóta, þótt að ég ympraði á hvort tilhlýði-
legt mundi að prenta þetta í svona vísindariti. Með því, nú,
að Jóhannes hefur gert mér greiða meiri, en flestir aðrir,
þar sem hann fann að brennisteinsskortur var í túni mínu,
sem olli mjög alvarlegum uppskerubresti árlega. Ekki má
heldur gleyma því að þetta afrek vann hann sem starfsmaður
Ræktunarfélags Norðurlands. Mér fannst því ekki sann-
gjarnt að neita honum um þessa bón, einkum þar sem mér
finnst þessi þáttur minn vel geymdur í Ársriti Ræktunar-
félagsins. Og í gleði minni yfir góðum heyfeng undanfarin
sumur, afhendi ég nú ritinu þennan þátt minn með kæru
þakklæti fyrir ómetanlega hjálp af hendi Ræktunarfélags
Norðurlands.
Jón Fljálmarsson.