Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 50
52 I dalnum er aðeins einn bær — Ytri-Villingadalur heitir hann. Áður voru bæirnir tveir, en Syðri-Villingadalur fór í eyði fyrir 30 árum, og það er í rauninni ekki fyrir annað en heimsku mína og þráa, að hinn er ekki farinn sömu leið- ina. Fremur þykir nú einmanalegt í dalnum, og þess vegna teljast það nokkur tíðindi, þegar fólk kemur þangað. Ef til vill er það fyrir þessa sök, að mér finnst atburðurinn, sem ég gat um í upphafi máls míns, svona merkilegur, en þó verður því ekki neitað, að einstæður er hann og um hann leikur nokkur ævintýraljómi. Ég vil því ekki láta hann falla í gleymsku og hverfa með þeim persónum, sem þarna eiga hlut að máli. Það er svo margt, sem týnist, sem ætti að geym- ast. Þess vegna skrifaði ég það upp meðan það enn var ferskt og frjótt. Það var eitt sunnudagskvöld sumarið 1956, að ég tók eftir því, þegar ég lét inn kýr mínar til mjalta, að Búkolla hafði rifið einn af spenum sínum á illa gerðri girðingu, með þeim afleiðingum, að nýtt gat myndaðist upp á miðjum spena. Var þarna rifa, bæði löng og ljót og mjög auðveld útkomu- leið fyrir mjólkina, enda rann hi'in þar út jafnótt og hún myndaðist í júgri kýrinnar og hafði ég þar ekkert af. Var nú hvort tveggja, að ég sá eftir mjólkinni, því mjólk er sama og peningar, og svo var ekki hægt að láta kúna ganga með svona stórt sár án aðgerðar og sýnilegt, að saumaskapur mundi verða eina úrræðið. Og þar sem þetta hérað er svo hamingjusamt að hafa dýralækni, þá gekk ég að símanum og vildi ná tali af honum. Kom þá í ljós, að hann hafði tekið sér helgarfrí og var ekki væntanlegur heim fyrr en á þriðju- dagskvöld. Nú þótti mér útlitið versna til muna, því að aug- ljóst var, að þá yrði sárið orðið úthverft og illt viðureignar. Með aðstoð símstöðvarinnar leitaði ég nii uppi ljósmóður umdæmisins og bað hana um aðstoð, en luin kvaðst ekkert vilja með svona atvinnu hafa og neitaði bón minni, var hún þó systir mín. Féll mér nú allur ketill í eld, því að heimilis- fólkið — við hjónin, börn okkar tvö á ungum aldri og faðir minn fjörgamall — vorum ekki líkleg til þess að ráða fram úr þessum vanda á eigin spýtur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.