Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 56
58
Jónas Kristjánsson fyrrverandi mjólkurbústjóri tekur mynd af Bú-
kollu í Villingadal. Ljósmynd: Olafur Jónsson.
myndatökuréttinn og skyldum við Ólafur vera honum til
aðstoðar. Ólafur gat þess þá, að hann hefði ekki minnsta
áhuga fyrir kúnni eða myndun hennar, en spurði mig hins
vegar eftir skriðuföllum í nágrenni mínu og renndi um leið
athugulum augum um fjallahlíðarnar. I>ví miður hafði þá
nýlega engin skriða fallið á land mitt eða nágranna minna
og hjá mér því engan fróðleik að finna í þessu efni. Urðu
það erindislok Ólafs að þessu sinni. En þrátt fyrir tómlæti
hans um allt það, er varðaði kú mína, kom hann þó á eftir
okkur Jónasi, er við hröðuðum okkur út á túnið, til þess að
njóta síðustu geisla kvöldsólarinnar við myndatökuna. Hins
vegar veit ég, að hann hefði ekki talið eftir sér að ganga með
mér upp á fjallsbrún, til þess að athuga upptök skriðufalls,
en þá hefði samlagsstjórinn sennilega orðið þungur í spori.
Já, svona gengur það, þegar áhugamálin eru annars vegar.
Síðar kom í ljós, að Ólafur á í fórum sínum ágæta litmynd
af Búkollu minni, sem hann hafði tekið, án þess við Jónas
veittum því athygli, og tel ég, að með því hafi hann raunar