Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Qupperneq 74
7(3
Norskar rannsóknir benda til að gras af mýri með lágu
fosfórmagni sé venjulega járn- og manganauðugt og étist
illa (Nils Vikeland, 1964). Þessar rannsóknir benda til þess,
að bæði fosfór og próteinmagn hálfgrasa sem vaxa í bleytu
sé minna en í þurrlendisgróðri, og gæti það verið orsök þess
hve illa votlendi nýtist til beitar.
Athuganir frá Hvanneyri benda eindregið til þess að mýr-
argróður bitist vel, ef borinn er á hann fosfór.
Fyrri rannsóknir benda til að manganmagn gróðurs á
Hvanneyri sé hátt, ef jarðvegur er ekki kalkaður (Þorsteinn
Þorsteinsson og Magnús Óskarsson, 1963). Erlendar rann-
sóknir sýna að manganmagn í gróðri, sem vex á votu landi
er hærra en í gróðri sem vex á þurrum stöðum (D. C. White-
head, 1966). Þetta getur skýrt, hvers vegna meira er af mang-
ani í mýrargróðri en í túngrösum.
Ef athugaðar eru niðurstöður efnagreininganna, sem birt-
ar eru hér að framan, og niðurstöður þeirra Ingva og Gunn-
ars (1965), þá er ljóst að unnt er að segja fyrir um ákveðnar
breytingar á efnamagni úthagagróðurs frá vori til hausts.
Til glöggvunar eru þessar breytingar hér dregnar saman í
töflu.
Efni, sem hlutfalls- lega minnst er af á forin en aukast eftir því, sem líður á sprettutímann. Efni, sem standa í stað í hlutfalli við önnur efni yfir allt sprettutímabilið. Efni, sem hlutfalls- lega mest er af á vorin, en minnka svo eftir því sem líður á sprettutím- ann.
Natríum i gulstör og klófífu Kalsíum Natríum í heil- grösum Magníum (Hrá) Prótein Fosfór Kopar Kalx
Þetta er mjög í samræmi við það sem áður hefur komið
fram um breytingar á efnamagni túngrasa. Þessar reglu-
bundnu breytingar eiga sér eflaust margar orsakir, mestu