Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 78
SIGURJÓN STEINSSON:
Gildi kúaskýrslunnar í búi bóndans
og félagsstarfi
Þegar það er haft í huga að starf nautgriparæktarfélaga
er orðið gamalt, mætti ætla að veigamesti þáttur félags-
starfsins, skýrslubókin, hefði fengið þá tiltrú og það nota-
gildi, sem henni var ætlað. Ekki skal í efa dregið að skýrslu-
haldið hefur fengið aukinn skilning meðal bænda, en hitt
er líka ljóst, að enn eru margir bændur í félagsstarfinu, sem
ekki gera sér grein fyrir höfuðtilganginum með skýrsluhald-
inu og félagsstarfinu yfirleitt. Þá eru margir bændur, sem
alls ekki eru fúsir til þátttöku í skýrsluhaldinu og virðast
því hvorki hafa fest auga á tilgangi eða þörf fyrir því að
halda afurðaskýrslu yfir kúabú sín. Sjálfsagt ern ýmsar
ástæður sem valda þessu, en eflaust veigamest sú, að skýrslu-
haldið er blátt áfram talið óþarft — það sé tímafrekt og ekki
umtalsverð hjálp í rekstri kúabúsins. Það hefur komið fram,
nú síðustu árin, að skýrslufærðum kúm hefur fækkað, það
hefur semsagt orðið samdráttur í félagsstarfinu. Þetta er
sannarlega öfugþróun þegar á sama tíma, hefur verið auk-
in fjárhagsaðstoð varðandi skýrsluhaldið, og leiðbeininga-
starfsemin fremur aukizt en dregizt saman. Heyrzt hefur, að
þetta stafi af vaxandi velmegun og getur það verið að ein-
hverju leyti rétt, en sannfærandi er það ekki.
Kúaskýrslan á einkum að þjóna tveimur hlutverkum.
Hún er í fyrsta lagi hagskýrsla fyrir bóndann varðandi kúa-
bú hans, og hins vegar undirstaða kynbótastarfsins fyrir fé-
lagsheildina. Það ætti að vera auðskilið, að sá bóndi sem
ætlar að rækja kúabú sitt vel, kemst ekki hjá því að halda
afurðaskýrslu. Enn fremur orkar það ekki tvímælis, að eigi
hver kýr að sýna það gagn sem hún hefur eðli til, þá verður