Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 81
83
á neinn máta verða til þess, að rýra hagnýtt gildi bóndans
í viðskiptum hans við skýrsluhaldið.
Starfsemi Sambands nautgriparæktarfélaga í Eyjafirði er
40 ára á næsta ári, og ekki er að efa að sú reynsla, sem feng-
izt hefur er veigamikil. Ekki verður farið út í það hér að
rekja þessa 40 ára sögu þessara samtaka, en það verður von-
andi gert áður en langt líður. Þess verður þó að geta í þessu
sambandi, að kúaskýrslan hefur verið veigamesta atriðið í
félagsstarfinu. Hún liefur verið það gagn, sem afurðir hafa
verið skráðar í og verið bóndanum ómissandi á framfara-
brautinni, og ennfremur hefur hún átt mestan þátt í að
skapa undirstöðu í kynbótastarfinu. Það er mikilsvert að
gefa þessu gaum og virða fyrir sér stöðu félagsskaparins í
dag. Það sem blasir fyrst og fremst við, eru miklar framfarir
í nautgriparæktinni, en þó alveg sérstaklega hversu einstök
kúabú hafa orðið miklar afurðir, og jafnvel félög. Hitt er
líka jafn ljóst að mörg kúabú hafa lélegar afurðir og einnig
félög. Þetta undirstrikar það, að mikið er óunnið og ekki
er vafi á því, að ef allir færu að leggja sig fram, sem mjólkur-
framleiðslu stunda gætu afurðir stóraukist næstu árin. For-
sendan er auðsæ. Það þarf vakandi félagsstarf og vilja til þess
að færa sér í nyt þá möguleika sem að langmestu leyti eru
hundnir skýrsluhaldinu og það er þá frumskilyrði að kúa-
skýrslan sé til staðar á kúabúum og hún sé notuð, ekki af
skyldurækni fyrir einhvern óviðkomandi — heldur til hags-
bóta fyrir búið sjálft.