Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 82
HELGI HALLGRÍMSSON:
Lyngrauða
J D
Algengt er það fyrirbæri síðsumars, að blöð bláberja-
lyngsins (Vaccinium uliginosum) fá á sig einkennilegar
rauðar vörtur. Þessar vörtur eru aðeins á efra borði blaðs-
ins, en á neðra borðinu koma fram hvítar skellur á móti
vörtunum. Stundum breiðist rauðan yfir allt blaðið, sem þá
jafnframt verður uppblásið og kúpt að lögun, og stundum
allmiklu stærra en venjuleg blöð lyngsins.
Lyngrauðusveppur (Ex. vaccini Wor.)
Hluti ai þverskurð af neðra borði blaðs
með lyngrauðusvepp. A myndinni sjást
sveppþræðir og basíður á mismunandi
þroskastigi. (Eftir Woronin).
Rauðunni veldur svepptegund, sem kalla mætti lyng-
rauðusvepp, Exobasidium vaccinii. Þetta er sníkjusveppur,
sem vex innan í blöðum lyngsins, en sendir gróbera sína út
um neðra borð blaðanna (sbr. meðfylgjandi mynd). Gró-
berarnir eru kylfulaga þráðarendar, sem bera fjögur, aflöng
gró hver. Þesskonar gróberar kallast basíður (basidie), og
eru einkennandi fyrir aðra aðalheilcl hinna æðri sveppa,
basíðusveppina, en til þeirra teljast allir hattsveppir og gor-
kúlur.
Lyngrauðan er algeng um allt landið, þar sem bláberja-