Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 83
85
lyng vex á annað borð, en það lætur sig reyndar óvíða vanta,
nema á hæstu fjöllum, á stöku andnesjum og í nokkrum inn-
sveitum.
Lyngrauða hefur einnig fundizt á aðalbláberjalyngi, og
veldur því að blöð þess roðna og skrælna upp síðsumars,
fyrr en eðlilegt má teljast, en ekki breytir hún blöðum þess
að öðru leiti.
Jafnan er lítið af berjum á lyngi, sem lyngrauðan hefur
sýkt, og oftast eru þau lítið eða ekki þroskuð. Þó mun sjald-
an kveða svo mikið að rauðunni, að hún hafi veruleg áhrif
á berjasprettu, og ekki verður þess vart að lyngið drepist af
þessum sökum.
Ekki má rugla lyngrauðunni saman við hina eðlilegu
haustroðnun lyngsins, sem jafnan skeður seint í september
á Norðurlandi, á undan lauffallinu. Lyngrauðan er oftast
talsvert fyrr á ferðinni jafnvel í byrjun ágústmánaðar, og
aflagar auk þess blöðin, sem fyrr er sagt. Á aðalbláberja-
lynginu getur þó stundum verið erfitt að greina þessi fyrir-
bæri í sundur, nema með smásjárskoðun.