Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Qupperneq 88
90
sé heilbrigði búpeningsins, þarf í fyrsta lagi að liggja fyrir
hve mikið dýrið þarf af hverju efni, í öðru lagi verður að
vita hve mikið magn er í fóðrinu, grasi, heyi og fóðurmjöli
og síðast en ekki sízt hver nýting þessara efna er í hverri
fóðurtegund.
Því hefur verið lialdið fram að heyfóðrið þurfi að inni-
halda ákveðið rnagn af t. d. fosfór, kalí, magníum og fleiri
efnum svo heilbrigði búfjárins sé borgið. Að vísu finnast
um þetta fleiri en ein heimild og ber ekki saman. Hollend-
ingar segja eitt um þetta atriði, Englendingar annað, sjá
Handbók bænda 1968 bls. 332. Nú er það spurningin er
yfirhöfuð nauðsynlegt að hafa nokkurt ákveðið magn af
áðurnefndum steinefnum, sem dýrið þarf, í heyinu, eða ann-
arri ákveðinni fóðurtegund, sem dýrið fær. Er ekki nægi-
legt að í heildarfóðrinu (og með heildarfóðri er þá átt við
hey og annað gróffóður, kjarnfóður, steinefnablöndur eða
yfirleitt allt það sem skepnunni er gefið) sé nægilegt af þeim
steinefnum, sem skepnan þarf, jafnvel þótt mestur hluti
þeirra sé gefinn í steinefnablöndum? Erum við ekki að slást
við vindmyllur þegar verið er að keppa að einhverju
ákveðnu steinefnamagni í heyinu? Ber ekki að einbeita
kröftum að því að reyna að tryggja búfénu nægilegt af stein-
efnum á eins haokvæman hátt og mögulegt er, en slíkt set-
ur aðeins orðið á þann veg einan að við með efnagreining-
um ákveðum magnið í fóðrinu, og síðan er bætt upp það
sem á vantar með steinefnablöndum.