Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 96
98
við að fást. Ræðumaður gat þess, að fyrir lasgju margir
punktar varðandi upplýsingar um eðli og orsakir kals. Þeim
þyrfti að safna saman og þetta metið eftir því, sem tök væru
á, og safna áframhaldandi upplýsingum og reynslu um þau
atriði, sem enn vantaði.
Fundarstjóri þakkaði erindið og ræddi nokkuð urn kalið.
Hann benti á að ofnotkun á landi gæti verið ein orsökin.
Áríðandi væri að setja á stofn kalrannsóknarstöð. Að þess-
um málum yrði ekki unnið raunhæft á hlaupum. Hófust þá
almennar umræður. Til máls tóku: Jón Rögnvaldsson, Jó-
hannes Sigvaldason, Þórarinn Haraldsson, Ólafur Jónsson
og Jónas Jónsson.
7. Álit fjárhagsnefndar:
Teitur Björnsson gerði grein fyrir störfum nefndarinnar,
en hún lagði til að fjárhagsáætlunin yrði samþykkt óbreytt.
FJÁRHAGSÁÆTLUN
Rœktunarfélags Norðurlands fyrir árið 1969:
T e k j u r :
1. Vaxtatekjur........................ kr. 140.000.00
2. Styrkir frá búnaðarsamböndunum...... — 10.000.00
3. Styrkur frá Búnaðarfélagi íslands... — 10.000.00
4. Tekjur af Ársriti ................... — 85.000.00
Samtals kr. 245.000.00
Gjöld:
1. Kostnaður við Ársritið............. kr. 135.000.00
2. Til Rannsóknarstofu Norðurlands.... — 75.000.00