Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 98
100
8. Önnur mál.
Álit fiskiræktarnefndar.
Egill Bjarnason lagði fram eftirfarandi tillögur:
I. „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á
Akureyri 29. okt. 1968 beinir þeirri áskorun til sýslunefnda
og búnaðarsambanda í Norðlendingafjórðungi, að hlutast
til um að stofnuð verði veiðifélög hið allra fyrsta um þau
vatnasvæði, sem ekki eru þegar starfandi veiðifélög um.
Jafnframt lítur fundurinn svo á að áríðandi sé fyrir veiði-
félögin að binast samtökum um byggingu fiskivega, stofn-
un og reksturs á fiskeldisstcð eða stöðvum í samráði við
Veiðimálastofnunina.“
Samþykkt samhljóða.
II. „Þar sem brýna nauðsyn ber til að auka fjölbreytni í
landbúnaðarframleiðslunni, en ónýttir eru miklir mögu-
leikar á sviði fiskiræktar, beinir aðalfundur Ræktunarfé-
lags Norðurlands haldinn á Akureyri 29. okt. 1968, þeim
eindregnu tillögum til stjórnar Búnaðarbanka íslands, að
Stofnlánadeild landbúnaðarins veiti stofnlán til mannvirkja
vegna fiskeldis og fiskivega, hliðstætt við lán til annarra
framkvæmda í sveitum landsins.“
Samþykkt samhljóða.
III. „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands hald-
inn á Akureyri 29. okt. 1968 beinir þeim eindregnu tilmæl-
um til landbúnaðarráðherra, að hlutast til um, að veitt
verði aukið fjármagn til veiðimálastofnunarinnar í þeim til-
gangi, að stór auka rannsóknir varðandi fiskirækt og fisk-
eldi og hækka framlög til mannvirkja vegna fiskiræktar,
svo að fullnýttar verði heimildir til opinberra framlaga á
þessu sviði.“
Samþykkt samhljóða.
IV. „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 1968, bein-
ir því til stjórnar félagsins að athuga möguleika á því að fá
2 til 3 unga menn til þess að læra dagleg störf á fiskieldis-
stöðvum og veita þeim fjárhagslegan stuðning til þess náms.“
Samþykkt samhljóða.