Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 99
101
Jóhannes Sigvaldason lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á Ak-
ureyri 29. okt. 1968, beinir þeirri ósk til Búnaðarfélags Is-
lands, að hlutast til um að sett verði reglugerð um gæðamat
á heyi, þegar um er að ræða kaup og sölu á því. Gæðamat
þetta verði t. d. fólgið í mati á fóðurgildi og ákvörðun þurr-
efnis.“
Samþykkt samhljóða.
Hermóður Guðmundsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á Ak-
ureyri 29. okt. 1968, beinir því til stjórnar Rannsóknarstofn-
unar Landbúnaðarins, að hún beiti sér fyrir því að efnt
verði til jarðvinnslu og áburðartilrauna, á næsta sumri,
eins víða um Norðurland og tök eru á, í því skyni að fá úr
því skorið hvaða jarðvinnsluaðferðir og tegundir tilbúins
áburðar skapi túngrösunum sem mesta mótstöðu gegn kali.“
Samþykkt samhljóða.
9. Kosningar:
a) Einn maður i stjórn í stað Steindórs Steindórssonar
skólameistara. Var hann endurkjörinn með 14 at-
kvæðum til næstu þriggja ára.
b) Varamaður var endurkjörinn Sigurður O. Björns-
son prentsmiðjustjóri.
c) Endurskoðendur voru endurkjörnir Eggert Davíðs-
son og Björn Þórðarson.
Fundarstjóri þakkaði fundarmönnum góða fundarsetu og
óskaði þeim góðrar heimferðar.
Fleira ekki. Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.
Steindór Steindórsson.
Egill Bjarnason. Aðalbjörn Benediktsson.
(Samkvæmt fundargerðarbók Rf. Nl.)