Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 11

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 11
13 Vetrarvinnan skiptist aðallega milli eftirtalinna verkefna. 1. Eftirlitsferðir í fjárræktarfélögin. Ég íerðaðist milli allra starfandi félaga í Suður-Múlasýslu, að undanskildu félaginu í Breiðdal, ásamt einum eða tveimur mönnum úr stjórn félaganna. Völdum við ær til viðbótar í félögin, eink- um úr yngri ánum og litum eftir félagsstarfinu um leið. Ég mætti á stofnfundum tveggja sauðfjárræktarfélaga (í Norðf. og Egilsstaðahr.) og aðstoðaði auk þessa við stofnun félags í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Ég valdi fjárstofn í tvö af þessum félögum (Norðfj. og Egilsstaðahr.) ásamt stjórnarmönnum þessara félaga. Þessi nýstofnuðu félög sitja fyrir aðstoð næsta haust ásamt félaginu í Breiðdal. 2. Jarðabótaskýrslur. Ég gerði jarðabótaskýrslur fyrir Suð- ur-Múlasýslu, og hefur afrit af þeim verið sent til Búnaðar- félags Islands og formanna í viðkomandi búnaðarfélögum. 3. Skýrslur sauðfjárrœktarfélaganna. Ég gerði yfirlits- skýrslur fyrir félögin í Vallahreppi, Beruneshreppi og Jökul- dal og vann auk þess nokkuð úr skýrslum allra félaganna á sambandssvæðinu. 4. Skýrslur nautgriparcektarfélaganna. Ég gerði upp kúa- skýrslur fyrir nautgriparæktarfélögin í Hjaltastaðaþinghá, Eiðaþinghá og Skriðdal. Afrit af skýrslunum hefur verið sent til Búnaðarfélags íslands og formanna viðkomandi félaga. 5. Ársritið. Að undirbúningi þessa ársrits höfum við ráðu- nautarnir unnið eftir að áðurnefndum störfum var lokið og hefur farið í það alllangur tími. I ritinu eru aðallega birtar niðurstöður úr skýrslum, sem unnið hefur verið úr. Hér að framan hefur verið drepið á stærstu og fyrirferð- armestu verkefnin, sem ég hef unnið að á þessu tímabili, en auk þeirra eru ýmis störf, sem ekki hafa tekið eins mikinn tíma, svo sem bréfaskriftir, viðtöl, fundirferðir, fitumæling á mjólk, ýmsar mælingar o. fl. Á því tímabili, sem ég hef starfað hjá B. S. A. hefi ég komið í allar sveitir á sambandssvæðinu, að undanskildum

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.