Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 16

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 16
18 samstarf við veiðimálastjóra um fiskirækt á vatnasvæði Búnaðarsambands Austurlands." 2. Tillögur frá Búfjárræktarnefnd voru þessar: a) Um héraðssýningu á sauðfé var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga: „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir væntanlegri sauðfjársýningu á sambandssvæðinu og leggur áherzlu á að hún fari fram svo snemma sem föng eru á og ekki síðar en um miðjan október." b) Svohljóðandi tillaga var samþykkt í einu hljóði: „Fundurinn beinir því til fulltrúa fundarins, að þeir vinni að því hver í sínum hreppi, að væntanleg hrossasýning verði vel sótt. Einnig stuðli þeir að því, að menn, sem eiga góðhesta, komi með þá á fjórðungs- mótið og tilkynni það í tíma, svo að hægt sé að skrá- setja þá.“ c) Um samanburðartilraunir með sauðfjárstofna var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeirri byrjun á samanburði á sauðfjárstofnum, sem hafin er á Skriðu- klaustri, og væntir framhalds á því. Jafnframt felur fundurinn stjórn sambandsins að leita til Tilrauna- ráðs búfjárræktar, um að það leggi fram fé, til að fullkomna þessa tilraun, með því að fjölga kindum í hverjum tilraunaflokki um helming." 3. Mál frá Jarðræktarnefnd voru þessi: a) Svohljóðandi tillaga um aukna sókn í jarðræktarmál- um var samþykkt samhljóða: „Fundurinn telur að enn þurfi að herða sóknina til aukinnar ræktunar á sambandssvæðinu og aukins hey- skapar. Vill fundurinn brýna það fyrir sambandsstjórn að auka nú mjög þjónustu ráðunautanna, er þeir verða tveir, við að gera ræktunaráætlanir fyrir hvert býli og hvert búnaðarfélag á sambandssvæðinu. Jafn- framt stuðli sambandsstjórnin eftir megni að því, að

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.