Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 40

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 40
42 Sauðjjárrœktarfélag Borgarfjarðar. Það er annað af tveim elztu fjárræktarfélögunum í Múla- sýslum, ásamt Sauðfjárræktarfélagi Breiðdæla, stofnað 1953. Það hefur því skilað skýrslum í 4 ár. Félagsmenn hafa verið 16—18 og skýrslufærðar ær 221—369. Formaður félagsins hefur verið og er Björn Jónsson, Geitavík. Félagsskapurinn hefur verið rekinn af dugnaði og áhuga. Meðaltal af reiknuðum kjötþunga eftir hverja skýrslufærða á og eftir hverja á sem kom upp lambi einstök ár hefur verið, sem hér segir: Eftir ;í, sem kom Eftir á: upp lantbi: 1054 ........................ 16.9 kg 17.7 kK 1955 ....................... 20.4 - 21.5 - 1956 ....................... 19.4 - 20.6 - 1957 ....................... 20.8 - 21.8 - Félagið hefur alltaf verið meðal þeirra félaga á sambands- svæðinu, sern fengið hafa mestar afurðir. Fóðrun virðist þar þó síður en svo vera betri en annars staðar. Ærnar hafa venjulega léttst yfir veturinn. Mest veturinn ’54—’55 1.9 kg. I Borgarfirði hefur lengi verið talinn fremur góður fjár- stofn. Ærnar eru fremur stórar, nokkuð háfættar 02: s;róf- byggðar, en holdsemi sæmileg og afurðahæfni sennilega mikil. Stofninn virðist búa yfir frjósemi og mjólkurlagni. A síðari árum hafa Borgfirðingar keypt mikið af hrútum til kynbóta frá fjárræktarfél. Þistli í Þistilfirði og nú eru flestir félagshrútar þeirra hreinræktaðir eða blendingar af Þistilfjarðarstofni. Enn er ekki komið fullkomlega í ljós hvort þessi kynblöndun verður fjárrækt Borgfirðinga til verulegs framdráttar. Líklegt má þó telja að bygging fjárins batni eitthvað við þessa blöndun. En skaði væri það, ef gamla, borgfirzka fjárstofninum verður ekki haldið hrein- um að einhverju leyti, minnsta kosti þangað til afurðahæfni hans hefur verið reynd. En eins og kunnugt er stendur nú

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.