Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 87

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 87
I H 89 lífsgleði, því að engin upplyfting er betri, hollari og skemmtilegri, en ferðalag á góðum hestum. Einmitt nú, þegar við höfum vélarnar og svo þægilegt er með ræktun og fljótlegt að afla heyjanna, þá er það miklu auðveldara að afla góðs fóðurs fyrir sína góðu reiðhesta, en áður var, því á hvert einasta heimili að hafa 2—3 góða hesta til gagns og skemmtunar. Fyrst og frernst eru hestarnir nauðsynlegir við smalamennskur, og getur verið undir mörgum kringum- stæðum nauðsynlegt til þeirra að grípa, þegar ekki er leiði fyrir bílinn eða jeppann, og getur þurft að ná fljótlega í lækni, eða aðra aðstoð, en fyrst og fremst til skemmtunar og til að halda uppi félagslífi í bæjum og sveitum. Mér er það minnistætt frá því um og eftir síðustu alda- mót, hvað glæsilegt hestamannalíf var hér á Héraði, þegar stórhópar fóru ríðandi á gæðingum á samkomur, eða eitt- hvað til fjalla eða fagurra staða til að sjá sig um, hvað fólkið var ánægt, og hvað sú gleði var varanlegri og menn nutu hennar lengur, en nú þegar menn koma stirðir og styfij- andi út úr bílum og jafnvel bílveikir. Þá var oft gaman að sjá stóra hópa fara eftir Lagarfljóti í góðu veðri, sjá gæð- inga þrífa sprettinn á spegilsléttum ísnum, og sjá livað hestarnir æstust við hvern sprettinn, eins og þeir fyndu, að nú var þeirra að skemmta fólkinu. Oft heyrðist hófadynur á kvöldin í tunglsljósinu, svo tók undir í fellum og klett- um áður en hópurinn sást, þá voru glaðir menn á ferð á góðum tíma, sem ræddu um hesta og gerðu samanburð á þeim. Ég er sannfærður um það, að unga fólkið tyldi betur í sveitinni og yrði ánægðara með lífið, ef það ætti góða hesta og vendist á að fara í ferðalög í smáhópum á hestum. Nú er svo komið að rnargur unglingur hefur aldrei komið á hest- bak. Hvað getur það gengið lengi? Hér á Fljótsdalshéraði eru margar sagnir um góða hesta, og austfirzkar sagnir segja okkur frá Innikrák á Eyvindará, sem Gró systir Drop'augar á Arnlieiðarstöðum átti. Gró

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.