Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 6
6 GUÐMUNDUR FINNBOGASON auk þess nokkuð um Ítalíu, Sviss og Austurríki. Eftir heimkomuna flutti hann Hannes- ar Árnasonar fyrirlestra sína í Reykjavík. Voru þeir prentaðir 1912 undir nafninu Hugur og heimur. Haustið 1911 varði hann doktorsritgerð við háskólann í Kaup- mannahöfn. Sama ár varð hann 1. bókavörður við Landsbókasafnið og gegndi því starfi til 1915. Næstu ár naut hann styrks frá Alþingi til sálfræSirannsókna, en 1918 var hann skipaður prófessor í hagnýtri sálarfræði við háskólann og hélt því embætti unz það var lagt niður af sparnaðarástæðum 1924. Tók hann þá við landsbókavarðar- embættinu og hafði það á hendi unz hann sagði af sér fyrir aldurs sakir vorið 1943. Guðmundur hafði jafnan á hendi margvísleg aukastörf í félögum og nefndum og var eigi ósjaldan kjörinn til þess að vera viðstaddur hátíðleg tækifæri erlendis sem fulltrúi Islands. Hann var ritstjóri Skírnis í 23 ár, í stjórn Bókmenntafélagsins 1912 — 1943 og forseti þess frá 1924, í stjórn Þjóðvinafélagsins 1923—1943, í mennta- málanefnd 1921—1922 og í menntamálaráði 1938—1943. Hann var forseti í Com- mission nationale islandaise de cooperation intellectuelle frá 1929 og sótti tvívegis fundi þess félagsskapar í Genf. Árið 1911 var hann fulltrúi íslands á 1000 ára hátíð Normandís í Rúðuborg. 1916 fór hann til Ameríku í boði Jóns Bjarnasonar skóla og flutti þá fyrirlestra víðsvegar í íslendingabyggðum vestra. Árið 1938 sótti hann þýzk- norrænt mót í Liibeck og flutti þar erindi. Hann var sæmdur ýmsum heiðursmerkjum, innlendum og erlendum. Guðmundur var kvæntur Laufeyju Vilhjálmsdóttur, Bjarnarsonar prests í Laufási, Halldórssonar. Var sambúð þeirra hin farsælasta og heimilið til fyrirmyndar um margt. Frú Laufey lifir mann sinn ásamt fjórum mannvænlegum börnum, þrem son- um og einni dóttur. Þegar smalinn frá Möðrudal tók sér ferð á hendur að Kirkjubæ til þess að biðja prestinn að kenna sér undir skóla, lagði prestur þá spurningu fyrir hann, hvaða lífs- starf hann hefði í hyggju að velja sér. Guðmundi varð ekki svarafátt. Hann kvaðst ætla að verða rithöfundur. Flestir prestar á þeirri tíð mundu hafa hrist höfuðið og beðið piltinn að hypja sig sem skjótast heim á smalaþúfuna. Síra Einar í Kirkjubæ hefur sennilega haft litla trú á því, eins og kjörum menntamanna þá var háttað á ís- landi, að mikil ráðdeild væri að baki þessum fyrirætlunum. Þó sagði hann svo frá síðar, að þetta svar Guðmundar hefði ráðið úrslitum um það, að hann gaf kost á kennslunni. Ritskrá Guðmundar, sem prentuð er hér á eftir (bls. 79—88), sýnir Ijós- lega, að liann lét ekki sitja við orðin tóm. Ritstörfum Guðmundar og áhrifum í íslenzku þjóðlífi og bókmenntum verður ekki lýst hér. Skal um það efni vísað til tveggja nýlegra ritgerða eftir prófessorana Stefán Einarsson (Tímarit Þjóðræknisfélagsins 1943) og Einar Ólaf Sveinsson (Skírnir 1944). Guðmundur var skyldurækinn og samvizkusamur í embættisstörfum og fágætur reglumaður á öllum sviðum. Hann var vanur að skilja svo við skrifstofu sína í Lands- bókasafninu á hverju kvöldi, að auðvelt væri nýjum manni að taka við, ef svo vildi til, að hann ætti éigi afturkvæmt. Forstaða Landsbókasafnsins var falin Guðmundi

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.