Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 7
GUÐMUNDUR FINNBOGASON 7 án þess hann sæktist eftir því sjálfur. Honura var vel Ijóst, að hann átti ekki þann eiginleika safnarans að geta glaðzt eins og barn yfir að ná í lítt merkan pésa eða kápu af gamalli bók, aðeins ef eintakið var fágætt. Hinsvegar kunni hann vel að meta sígild ritverk og nauðsynlegar handbækur í fjölmörgum fræðigreinum, og honum var það hin mesta raun, hve lítið safnið gat keypt af slíkum bókum. Fjárveitingar til safnsins voru jafnan af skornum skammti og byggðist því vöxtur þess mestmegnis á gjöfum. Guðmundur var vinsæll maður og vel virtur, og naut safnið þess á ýmsa lund í gjöf- um frá erlendum mönnum og stofnunum. Þegar Guðmundur lét af störfum í Landsbókasafninu, sjötugur að aldri, virtist hann enn í fullu fjöri og líklegur til að lengja ritskrá sína drjúgum. Mun hann hafa hugsað gott til þess að mega ganga óskiptur að hugðarefnum sínum, því að hvorki skorti verkefni né áhuga, og starfsþrekið var að mestu óbilað. Dagleg kynni mín af Guðmundi í 15 ár voru með þeim hætti, að ég sá hann aldrei öðruvísi en léttan í skapi og Ijúfan í umgengni, hvort sem móti blés eða með. Hann var mildur yfirmaður, aldrei önugur, þó að ófróðlega væri spurt, þakklátur ef vel var unnið, en umburðarlyndur þótt illa tækist. Engan vissi ég betur fylgja hinu forn- kveðna: Glaður og reifur skyli gumna hver, unz sinn bíður bana. F. S.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.