Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Qupperneq 12

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Qupperneq 12
12 LANDSBÓKASAFNIÐ 1944 ritauka áranna 1944—45, ef ástæða þykir til að halda áfram prentun slíkrar heildar- skrár. Sjálfsagt virðist að gefa út á hverju ári skrá um íslenzkt prentmál. Skrá sú, sem hér fer á eftir, tekur yfir allar íslenzkar bækur og ritlinga, blöð og tímarit frá árinu 1944, sem Landsbókasafnið hefur eignazt. Ennfremur eru teknar með fáeinar bækur frá 1943, sem urðu of síðbúnar til að komast í skrá þess árs. Hinsvegar eru ekki taldar hér íslenzkar bækur frá fyrri árum, sem safnið vantaði, en tókst að útvega á árinu. Skránni er fyrst og fremst ætlað að sýna svo nákvæmlega sem föng eru á íslenzka bókaútgáfu ársins 1944. Þó má gera ráð fyrir, að ekki hafi öll kurl komið lil grafar, því að alhnikið vantar á, að skil sumra prentsmiðja séu svo greið sem æskilegt væri og skylt er. Einnig vantar nokkur íslenzk rit, sem prentuð hafa verið í Ameríku. Það sem við kann að bætast verður tekið í skrá með hókum ársins 1945. Hér á landi hefur jafnan verið margt bókelskra manna og bókaútgáfa, einkum hin síðari ár, verið tiltölulega mikil miðað við fólksfjölda. Ilinsvegar hefur efnahag manna til skamms tíma verið þann veg farið yfirleitt, að fáir hafa getað leyft sér að safna bókum að nokkru ráði. Þetta hefur breytzt nokkuð á síðustu árum, efnahagur rnargra hefur batnað og bókasöfnun einstaklinga farið mjög í vöxt. Með bókasöfnun vex áhugi fyrir bókfræði. Riti þessu er ætlað fyrst og fremst að birta ýtarlega skrá um allt íslenzkt prentmál, sem við bætist árlega, ásamt yfirliti um hag og starfsemi Lands- bókasafnsins. Þá mun það eftir því sem rúm leyfir flytja greinar um íslenzka bókfræði og prentsögu, bókasöfn og bókaútgáfu fyrr og síðar o. s. frv. Að þessu sinni er birt stutt yfirlit um sögu Landsbókasafnsins eftir dr. Pál Eggert Olason, en hann hefur lengi unnið í þarfir safnsins, þó að aldrei bafi hann verið þar fastur starfsmaður. Má líta á grein þessa sem inngang að ritgerðasafni, sem fyrirhugað er að birta í ársritinu smám saman, í því skyni að kynna safnið og fjársjóðu þá, sem þar eru varðveittir. Reykjavík, 1. júní 1945. Finnur Sigmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.