Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 49
LANDSBÓKASAFNIÐ 49 Sjálandsbyskup varð þegar hlynntur tillögunni. Þá voru í Kaupmannahöfn nokkurir lærðir Islendingar og mikilsmetnir, svo sem Grímur leyndarskjalavörður Thorkelín og prófessorarnir Birgir Thorlacius og Finnur Magnússon (síðar leyndarskjalavörð- ur). Þessir menn slógust í lið með Múnter byskupi. Sendu þeir háskólanum í Kaup- mannahöfn erindi um málið og æsktu stuðnings úr þeirri átt. Háskólaráðið tók svo í þetta mál, að það hvatti fastlega til þess að stofna þvílíkt félag og bókasafn. Lagði það til, að það yrði tengt við latínuskólann á Bessastöðum. Margt bar þannig að í senn, og myndi þó líklega nokkur dráttur hafa orðið á fram- kvæmdum, ef eigi hefði komið nýr maður til sögunnar, C. C. Rafn (f. 1795, d. 1864), lögfræðingur að prófi og liðsforingi (síðar prófessor að nafnbót), einn hinn ötulasti maður að hverju, sem hann gekk. Á útmánuðum 1818 varð hann félagsmaður í deild bókmenntafélagsins íslenzka í Kaup- mannahöfn. Varð það bráðlega verk hans að senda stjórn deildarinnar erindi, og lagði hann þar til, að skipuð væri nefnd til þess að athuga og rannsaka, hvort kleift væri að koma upp bókasafni á Islandi. Lét hann fylgja með skrá um bækur, sem hann hafði safnað í þessu marki. Sennilega hefir Rafn verið kunnugur tillögum Schlichtegrolls, með því að hann var í vin- áttutengslum við þá menn, er beitt höfðu sér fyrir þær, ekki sízt við Finn Magnússon. Rafn var maður hagsýnn og vildi ekki færast meira í fang en fært væri að sinni. Honum hefir þókt sem tillaga Schlichtegrolls um minjasafnið og önnur söfn væri óframkvæmanleg, eins og þá stóð á, og yrði að bíða betra tíma. Eins hefir honum þókt lítils árangurs að vænta af bréfagerðum um málið til háskóla og ríkisstjórnar. Því segir hann í hinu fyrsta bréfi sínu um þetta efni, að hyggilegast sé að koma á frjálsri bókasöfnun. Með þeim hætti leituðu menn þá að koma upp söfnum í þágu almennings í Danmörku. Nefnir hann sjálfur að dæmi í bréfinu stiftisbókasafnið á Fjóni, en það var þá nýlega stofnað og hafði vaxið á fjór- um árum urn ríflega 11 þús. bindi. Stjórn félagsdeildarinnar í Kaupmannahöfn þakk- aði Rafni alúðlega tillögur hans og boð og skrifaði jafnframt þegar í stað Reykja- víkurdeildinni um málið. Stjórn hennar leitaði til Geirs byskups Vídalíns, en liann svaraði 28. ágúst 1818, bað forseta Reykjavíkurdeildar að færa Rafni þakkir fyrir bókaboðið og segist sama dag hafa skrifað kanzellíinu og sókt um fjárframlag í því skyni að búa út herbergi handa bókasafninu á lopti dómkirkjunnar. í skrá bréfa- bókar byskupsdæmisins eru sett við þenna dag (28. ágúst 1818) orðin „Stiftsbiblio- teket funderet“, þ. e. stofnsett stiftisbókasafnið. Hafa menn því að jafnaði talið lands- bókasafnið stofnsett þá, og svo gerir minningarrit um aldarafmæli (eftir yfirbóka- vörð þess, Jón Jakobsson), en það kom út 1920. Þetta er þó í hæpnasta lagi, og virð- ast naumast þessar aðgerðir Geirs byskups einar nægjá til þess að telja þenna da tc ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.