Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 53

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 53
LANDSBÓKASAFNIÐ 53 kerfisbundinni eða skipulagðri söfnun, þannig að á nokkrum árum gæti risið upp frumstofn að vísindalegu bókasafni, sem líkzt fengi, hvað þá jafnaðist á við, vísinda- leg bókasöfn erlendis samtímis. Þó rekast menn í skrá þessari á nokkur dýrmæt rit- verk. En það má með réttu valda undrun manna, hversu fátt þar finnst af hinum elzta afrakstri þjóðlegra íslenzkra bókmennta. Eins er um hitt, hve mikil skörð eru í útlend- ar menntir samtímis, þegar frá eru skildar danskar bókmenntir og að nokkuru leyti þýzkar. Á þetta ofan voru mörg ritverkanna ekki heil. Sem vænta mátti, voru heillegust rit og mest gagn að þeim bókum, sem vörðuðu sögu Norðurlanda og tungur. Árið 1829 fluttist Hoppe stiftamtmaður í annað embætti í Danmörku. Hafði hann reynzt safninu hinn nýtasti maður í forstöðu þess, einnig gefið því bækur, húsmuni innan stokks, ritföng o. fl. Eftirmaður hans í stiftamtmannssessi var Lorenz Angel Krieger, og tók hann einnig við störfum hans í bókasafninu. Rafn hélt áfram stuðn- ingi sínum við safnið og virðist lítt hafa látið á sig fá í þessu efni, að ýmsir íslend- ingar í Kaupmannahöfn, einkum Baldvin Einarsson og nokkurir fylgismenn hans, hófu árás á bókagerð hans eða öllu heldur fornrit tvö íslenzk, sem hann hafði lagt út á dönsku og birt á prenti. Hófst af því rimma mikil með ritdeilum, og var helztur til andsvara af hálfu Rafns Rasmus prófessor Rask. Bókasafnið beið engan hnekki af þessu. Að konungsboði 1832 skyldi bókasafn landsuppfræðingarfélagsins, sem Magnús Stephensen veitti forstöðu, sameinað safninu, þegar Magnús afhenti. Hefir það líklega orðið eftir lát hans eða í síðasta lagi 1834; fullvíst er það, að safnið fekk bækur félagsins. Fjártillög frá einstaklingum fóru vaxandi svo mjög, að fært þókti að .stofna fastan sjóð safnsins. Rafn hratt þessu í framkvæmd árið 1834. Þessi fastasjóður var árið 1835 orðinn 1385 rd., hafði aukizt mjög við gjöf frá vinum Rafns í Englandi. Bókasafnið er þá talið nema 7175 bindum. Árið 1834 fekk bóka- safnið í fyrsta sinn ókeypis bækur frá prentsmiðjunni í Viðey, en hún var þá eina prentverkið, sem til var á landinu. Var þetta svo til komið, að stiftisyfirvöldin settu inn í nýja leiguskilmála prentverksins, er Ólafur Stephensen tók við (eftir Magnús föður sinn), að bókasafnið skyldi fá eitt eintak framvegis af öllu, sem þar væri prentað. Stiftamtmaður eftir Krieger varð C. E. Bardenfleth. Hann þóttist ekki hafa tíma frá embættisstörfum sínum til þess að sinna bókasafninu. Forstaða þess eða stjórnar þess komst þá að mestu í hendur Þórði yfirdómara Jónassyni, síðar dómstjóra. Þetta reyndist að sumu leyti ekki vel ráðið. Þórður Jónasson var að vísu, sem vita má, vel gefinn maður og dugandi, en á herðum hans hvíldu svo mikil störf og margvísleg, að honum var óhægt um að sinna bókasafninu. Hann virðist ekki hafa gætt starfs síns þar meir eða betur en minnst varð komizt af með. Samt var eftir hann eða að yfir- sýn hans prentuð skrá um safnið („Registr“, einnig með danskri fyrirsögn), Viðey 1842. Þetta er með fádæmum óvandað rit og að öllu höndum til þess kastað. Jón Sigurðsson fekk ekki staðizt að semja ritdóm um skrá þessa, og birtist hann í 4. ár-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.