Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 56

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 56
56 PÁLLEGGERT ÓLASON hin fræga ameríska vísindastofnun, bókagjafir sínar til safnsins, og hafa þær haldizt síðan. Þess skal getið', að einmitt þetta sama ár ber oss fyrst fyrir augu á meðal bóka- gefanda til safnsins Willard Fiske, en hann skyldi síðan verða safninu mikil stoð og reyndar í ýmsum greinum öðrum mikill góðvildarmaður íslendingum. En því fer verr, að geta verður einnig þess, að á þessum árum missti safnið af góðu boði. Finnur leyndarskjalavörður Magnússon átti margt bóka og handrita, og hafði hann þó vegna skulda neyðzt til að selja allmörg handrit í þrem lotum til brezkra safna. Jón Sigurðs- son gerði skrá um safn Finns, og var hún síðar prentuð. Bókasafn Finns og handrit voru sett að veði fyrir skuld hans við síra Guttorm Þorsteinsson að Hofi í Vopnafirði. Erfingjar síra Guttorms buðust til að láta landsbókasafnið sitja fyrir kaupum á safni Finns við miklu lægra verði en skuldinni nam. Jón Sigurðsson gerði sér allt far um að fá yfirvöld landsins og stjórn til þess að sinna boðinu, en árangurslaust varð það; stjórn bókasafns- ins, stiftisyfirvöldin og landstjórnin sá engin úrræði til þess að kaupa safn Finns Magnússonar. Gekk í þófi um þetta um hríð, en að lokum var safn Finns selt á uppboði, og tvístraðist það. Það var ekki stjórnarvöldum landsins að þakka, að Jón Sig- urðsson keypti sjálfur talsvert af handritum þaðan, og lentu þau þá að lokum með öðrum handritum sjálfs hans síðar í landsbókasafninu. Jón Sigurðsson var jafnan mikill stuðnings- maður safnsins á ýmsan hátt og einnig í bókagjöfum. Fyrir kom það um þetta leyti, að stjórn safnsins fal honum að annast bókakaup erlendis. Enn var Rafn óþreytandi í störfum til hagsmuna safninu. Fastasjóðurinn, sem hann hafði stofnað, var árið 1855 orðinn 2343 rd., og var honum nú (20. maí 1856) sett skipulagsskrá, og hlaut hún staðfesting konungs. Samkvæmt skipulagsskránni skyldi 50 rd. af ársvöxtum jafnan lagðir við höfuðstól, en varið skyldi þeim að öðru leyti til þarfa stofnunarinnar. Bókasafnið fekk 1857 miklar gjafir frá útlöndum, eink- um frá hinum kunna bóksala Henrik Brockhaus í Leipzig, forstöðumanni heims- frægrar bókaverzlunar, sem tengd er þessu nafni. Brockhaus kunni íslenzku, og hann sendi síðan, meðan hann lifði, bókasafninu við og við miklar bókasendingar. Bók- handserfiðleikar, sem getið hefir verið, héldust enn nokkuð lengi. Reyndar bætti það talsvert úr að nokkuru leyti, að bókavinur einn, Páll stúdent Pálsson (áður lengi amtsskrifari), gekk að þessu leyti í þjónustu safnsins, einkum handritasafnsins og aðgerð íslenzkra guðsorðabóka prentaðra. Um fjölda ára vann hann í handritasafninu og guðfræðideildinni og batt inn handrit og bækur, skrifaði inn í og bjó til skrár framan við handritin, endurbætti þau og batt inn. Hann batt og inn og dittaði að sumum prentuðum bókum safnsins, öðrum en gömlum guðsorðabókum. Sá galli er þó á bókbandi Páls, að hann hafði ekki gagnsæjan pappír til álímingar á sködduð Jón Sigurðsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.