Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 59

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 59
LANDSBÓKASAFNIÐ 59 bókasafninu, að því skyldi dreift um deildir safnsins eftir efni; það mat kunnu menn þó á handritum hans, að þeim var haldið sér (má vera, að þókt hafi of mikil fyrirhöfn að slá þeim saman við handritasafn landsbókasafnsins sjálfs). Unnt myndi þó enn að bæta úr þessu og draga saman prentaðar bækur hans í eitt safn. Ekki verður í móti því borið að stjórnarnefnd safnsins urðu á allstórvægilegar skyssur um þetta tímabil. Jón bókavörður Arnason hafði fengið mikið af handritum frá tengdafólki sínu (í Hrappsey) og aukið þau sjálfur; einkum er merkt kvæðasafn hans, sumt í eiginhand- ritum skáldanna. Ekki treystist bókasafnsstjórnin til þess að kaupa safn þetta (236 bindi), er Jón bauð það til sölu, enda vafalaust erfitt um að herja út fé lil þess frá landsstjórninni. Það varð þá til bjargar, að Jón Sigurðsson keypti það að nafna sínum og bjargaði því frá að verða farg- að út úr landinu, leyfði þó nafna sínum að liafa það í vörzlum sínum (en hann kom því bráðlega fyrir í landsbókasafn- inu), og með handritasafni landsbóka- safnsins. Kaupverð var 2000 kr., og lét Jón Árnason andvirðið ganga til styrkt- ar fóstursyni sínum, Þorvaldi Thorodd- sen, meðan hann var að námi í Kaup- mannahöfn, og greiddi Jón Sigurðsson honum fasta fjárhæð á mánuði hverj- um. Þetta varð því ekki að meini. Aftur í móti gegnir nokkuð öðru um annað tiltæki stjórnarnefndar bókasafnsins. Það gerðist sumarið 1878. Jón Árnason hafði boðið stjórninni til kaups lianda safninu nokkurar bækur íslenzkar torgætar (sumar jafnvel hvergi til heilar annarstaðar). Hafði Jón safnað þeim sjálfur og setti upp mjög lágt verð. Þessu boði hans var hafnað. Neyddist hann þá til að selja bækurnar lil út- landa, og lentu þær að síðustu hjá Willard Fiske fyrir margfalt meira verð. Hér var ekki féleysi um að kenna, heldur fullkomnu skilningsleysi. Stjórnarnefndin barði því við, að verðið, sem Jón Árnason setti (220 kr. fyrir 11 bækur), væri allt of hátt, og hélt því fram, að bækurnar myndu vera til í bókasafni Jóns Sigurðssonar, er þá voru fest kaup á, en lét þó vera að spyrjast fyrir um það hjá Jóni Sigurðssyni sjálfum. Eigi að síður samþykkti stjórnarnefnd safnsins á sama fundi að fá til safnsins nokkuð af nýjum enskum og frakkneskum bókum. Virðist svo sem það hefði mátt bíða fyrir hinu. Þess skal að lokum getið, að Þórður Jónasson lét fyrir elli sakir af formannsstörf- um í stjórnarnefnd bókasafnsins 15. febr. 1878, og hafði hann átt sæti í nefndinni frá 1837. I stað hans kom í formannssætið Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari og hélt því starfi til 1902, en hafði átt sæti í stjórnarnefndinni frá 1848. Þess má og geta, að S. Þórður Jónasson Halldór Kr. Friðriksson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.