Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 61

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 61
LANDSBÓKASAFNIÐ 61 2 klst. aðra virka daga vikunnar, og skyldu þá daga ekki fara fram bókútlán út úr safninu. Þá var þóknun Jóns Árnasonar hækkuð upp í 1000 kr. (auk 200 kr. fyrir um- sjá með þinghúsinu). Það orkar ekki tvímælis, að hann er mestur verðleikamaður og gagnsmestur þeirra bókavarða, sem að safninu hafa komið hingað til, og myndi hans hafa notið enn betur, ef safnið hefði á fyrri árum hans haft betri fjárráð. Hann var orðinn lélegur til heilsu, er hér var komið, þótt ekki væri aldurhniginn (f. 1819). Hann fekk nú aðstoðarmann, Hallgrím Melsteð, sem stundað hafði lækninganám í háskólanum í Kaupmannahöfn um tíma, veikzt þar (af fótaveiki) og setzt síðan í læknaskólann í Reykjavík, en ekki haft heilsu, hug eða tóm til að ljúka sér þar af. Hallgrímur hafði verið Jóni Árnasyni til aðstoðar í flutningi safnsins (1881) og síðan verið þar eins konar sjálfboðaliði kauplaust (með smávægilegri þóknun þó frá upphafi árs), en 500 kr. á ári frá 1886, og voru þá laun Jóns Árnasonar bætt um 250 kr. Hallgrímur var talinn allvel að sér í sögu og bókmenntum; hefir hann og látið birta á prenti eftir sig kennslubók í fornaldarsögu. Hann gerði stutt- orða skrá (yfirlit) um handritasafn Jóns Sigurðssonar. Árið 1887 lét Jón Árnason af bókavarðarstörfum, og varð Hallgrím- ur þá eftirmaður hans. Stjórnarnefnd bókasafnsins hafði farið fram á það, að Jón Árnason fengi að halda fullum launum sín- um (1000 kr.) í eftirlaun. Fjárlaganefnd neðri deildar lagði það til í sparsemdarskyni, að eftirlaun hans skyldu vera 800 kr. Hann andaðist ári síðar. Starfsemi hans í söfnun þjóðsagna mun halda uppi nafni hans. Bókvarzla hans var og frábær, sem minnzt hefir verið, en hann fekk ekki starfað í þjónustu safnsins nándar nærri að vild sinni. Hann réð þar í rauninni engu eða litlu, var einungis afgreiðslumaður bóka. Stjórnarnefnd safnsins réð þar öllu, ákvað bókakaup og handrita o. s. frv. á fundum sínum. En félagsleysi og húsnæðisskortur hömluðu nokkurum teljandi fram- förum í safninu mestan hluta þess tíma, sem Jón var í þjónustu þess. Frá upphafi árs 1888, eða um leið og Jón Árnason fór frá safninu, varð að- stoðarmaður þar Pálmi magister Pálsson (með 600 kr. í árslaun og smáþóknun að auk a. m. k. 1888—9). Hann var jafnframt stundakennari í latínuskólanum og síðar einnig forngripavörður. Síðar varð hann fastur kennari (adjunkt) í skól- anum, síðast yfirkennari. Hann var að vísu seinvirkur maður, en allra manna vand- virkastur, gekk mjög snyrtilega frá öllu, bjó prýðilega um handrit og skjöl, var snilldarskrifari, enda vel lagtækur maður og smiður að upplagi. Má bregða við meðferð hans á fornbréfum byskupsskjalasafns (öll nú í þjóðskjalasafni) til ævar- andi minja um handaverk hans. Myndi Pálmi hafa verið úrvalsmaður til forstöðu safnsins, ef þess hefði verið kostur. Aðfangaskrá handritasafnsins ber hans og minjar; virðist hafa verið eitthvert umtal um að prenta hana, en fé skorti til þess, enda til lítils
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.