Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 63

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 63
LANDSBÓKASAFNIÐ 63 Síra Eggert O. Brím Þegar Pálmi Pálsson varð fastakennari í latínuskólanum (1895), varð eftirmaður hans í bókasafninu og einnig í forngripavörzlu Jón Jakobsson. Pálmi komst skömmu síðar (1898) í stjórnarnefnd safnsins, varð síðast formaður hennar (frá 1902). Gerði hann ýmsar tillögur til umbóta þar og fekk ýmsu til leið- ar komið. Árið 1899 var tekið að fá léð íslenzk handrit úr útlendum bókasöfnum til uppskrifta í þágu þess. Var þá fenginn til þess verks Guðmundur magister Þorláksson. Hann hafði dvalizt lengi í Kaupmannahöfn og var þar styrkþegi Árnasafns um langan tíma (1877—96), sá um prentun fornrita nokkurra; liggja og eftir hann sjálfstæð rit. Hann var málfræðingur góður og vel að sér, glaðlyndur og hnittinn í orðum og kastaði stundum fram gamanvísum. Hann hafði síðara hluta árs 1898 skrifað upp þau skinnhandrit safnsins, sem mest voru máð. Aðalverk hans í þágu safnsins var uppskrift bréfabóka Brynjólfs byskups Sveinssonar, aftur í næstsíðasta bindi. Hann gerðist heilsutæp- ur og hvarf því (í upphafi árs 1906) til heilsubótar til ættingja sinna í Skagafirði. Var formanni og ritara stjórnarnefndar safnsins falið að fá mann í stað hans (líklega í bili). En svo fór, að Guðmundur treystist ekki að hverfa aftur til safnsins, og andaðist hann nyrðra (1910). Á útmánuðum 1906 fekk formaður stjórnarnefndar höfund þessarar greinar til þess að skrifa upp handrit, sem á þókti liggj a, úr útlendum söfn- um og síðar einnig (er Guðmundar þókti ekki lengur von) til þess að ljúka við bréfa- bækur Brynjólfs byskups Sveinssonar og sitt hvað fleira. Sami maður var og í Kaupmannahöfn í þessu skyni í þágu safnsins 1912—13, 1916 og 1919 (þá einnig í þágu bókmenntafélags- ins). Nokkuð uppskrifta á og safnið eftir Jón Jónsson Aðils (síðar prófessor) og lítið eitt eftir síra Ólaf Ólafsson (er verið hafði prestur í Saurbæjarþingum) og Vigfús Einarsson (síðar skrifstofustjóra). Það má enn fremur sjá af handritaskrá safns- ins, að 3 bindi (skrifuð 1914—15) eru þar í uppskrift Guð- brands Jónssonar, sem nú er starfsmaður safnsins og prófessor að nafnbót. Þó að erfitt sé nú að gera sér grein fyrir ýmsu, sem safnið GutSmundur Þorláksson vargar ulrl þetta bil, t. d. notkun þess, þá má þó af ýmsu ráða, að notkunin hefir verið til muna og áhugi manna á safninu aukizt, enda umbætur á högum þess og starfsemi fengið fleiri talsmenn en við mátti búast. Dæmi þessa er samþykkt eða erindi frá stúdentafélagi Reykjavíkur, dags. 6. júlí 1899, til stjórnarnefndar safnsins. Er þar hvatt til ýmissa endurbóta, þar á meðal að leita til fjárveitingarvaldsins um nauðsynlegt fjárframlag til spjaldskrárgerðar prent-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.