Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 67

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 67
LANDSBOKASAFNIÐ 67 Sighv. Gr. Borgfirðingur fræði. Þá er loks þess að geta, að 1904 sendi ekkja Konráðs Maurers safninu mikla bókagjöf. Hallgrímur Melsteð andaðist 1906. I bókvörzlutíð hans hafði safnið vaxið mjög, úr 25000 bindum (1887) í hér um bil 69000 bindi. Þess skal þó getið, að um það bil sem spjaldskrársetning prentaðra bóka safnsins hófst, var fyrst byrjað á aðfangaskrá safnsins og þá slumpað á, að 60000 binda væru í safninu (aðfangaskrá byrj- ar með 60001). Virðing safnsins hafði á sama tíma vaxið mjög út á við; lýsti það sér meðal annars í fjárframlögum frá alþingi, enda urðu þau nú aðaltekjur safnsins í stað vaxta af fastasjóði, gjafa sem bárust af hendingu og lítilla fjárveitinga frá alþingi. A bókvörzluárum Hallgríms Melsteðs jukust tekj- urnar úr 3300 kr. (1887) í 11760 kr. (1906). Eftirmaður Hallgríms í bókavarðarstöðu var settur Jón Ja- kobsson. Hann hafði um tíma lagt stund á málanám í há- skólanum í Kaupmannahöfn, orðið síðan bóndi nyrðra og eftir það (1895) aðstoðarmaður í bókasafninu og forngripavörður. Fyrir þann tíma varð hann alþingismaður og var það enn nokkur ár síðan. Ymsu öðru sinnti hann; var t.d. umboðsmaður stórverzlunar í Newcastle, er mikil skipti átti við íslendinga (Louis Zöllners), enda var hann vel fallinn til skrifstofustarfa og sýnt um fjárgæzlu, bæði í bókasafninu og þar sem hann þurfti við að koma ella. Geta má þess, að hreyft hafði því verið á alþingi 1894 og 1895 (að hvötum Bene- dikts sýslumanns Sveinssonar), að í 50 ára minning endur- reisnar alþingis yrði reist hús yfir söfn landsins, en undirtektir voru í daufara lagi. Árið 1907 lagði Hannes ráðherra Hafstein fyrir alþingi frumvarp til laga um stjórn landsbókasafnsins, og hlaut það samþykki alþingis með fáeinum smábreytingum. Með þessum lögum var það fastákveðið, að safnið væri fullkomin þjóð- stofnun og að landsstjórnin réði starfsmenn þangað. Skipu- lagsskráin 2. nóv. 1826 var felld úr gildi. Það var helzt í þess- um nýju lögum, að þrír fastir starfsmenn skyldu ráðnir: Yfir- bókavörður (landsbókavörður) með 3000 kr. árslaunum og tveir bókaverðir (annar með 1500 kr., hinn 1000 kr. árslaun- um). Hin fyrri stjórnarnefnd bókasafnsins var nú að öllu lögð niður. Hún hafði fram að þessu ráðið öllu um safnið, vali bóka, kaupum á handrit- um, reikningagerðum o. s. frv., en bókaverðirnir hingað til mestmegnis verið af- greiðslumenn. Störfum stjórnarnefndar safnsins og valdi var nú skipt með landsbóka- verði og ráðuneytinu (stjórnarráði). Bókasafnið hefir síðan staðið beint undir Jónatan Þorláksson

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.