Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Qupperneq 68

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Qupperneq 68
68 PÁLL EGGERT ÓLAS.ON stjórnarráði (kennslumálaráðuneyti). Á alþingi var því skotið inn, að til aðstoðar landsbókaverði við val bóka og kaup handrita skyldi vera 5 manna nefnd, 4 kjörnir meðal kennara embættaskólanna og latínuskólans, en þjóðskjalavörður sjálfkjörinn fimmti maður. Ákvæði þetta varð brátt að engu haft, og má kalla það niður fallið við afrækslu þess, en landsbókavörður hefir síðan leitað til hæfra manna utan safnsins um bókakaup og einkum kaup á handritum. Lög þessi fengu staðfesting kon- ungs 22. nóv. 1907. Við lát Willards Fiske og hina miklu bókagjöf, sem safn- inu síðan barst eftir hann, horfði til vandræða um húsnæði safnsins í alþingishúsinu. Ekki var unnt að hlaða þar framar upp bókum og ekkert rúm til viðtöku nýjum bókum. Varð því eitthvað til bragðs að taka. Alþingi á þeim árum var mjög var- kárt í nýjum fjárframlögum, eins og getið var áður í viðtökum þess við tillögum um hús handa söfnum landsins 1894 og 1895. En Hannes ráðherra Hafstein var í mörgum greinum stórhuga og oft úrræðagóður. Honum kom í hug það snjallræði að útvega landstjórninni heim- ild til þess að selja lendur undir hús af túni og landi Arnarhóls, en Arnarhóll var þjóðjörð; andvirði það, sem kom fyrir blettina, skyldi lagt í sjóð og honum varið til þess að koma upp húsum handa þjóðstofnunum á landi, er haldið skyldi óseldu á sama stað í þessu marki. Hannes fekk hrundið þessu frarn á alþingi 1905, og var síð- an ákveðið að koma þar upp bókasafnshúsi, en jafnframt skyldi varðveita þar, að minnsta kosti fyrst um sinn, þjóðskjalasafn, þjóðminjasafn og náttúrugripasafn. Hornsteinninn að þessu nýja húsi var lagð- ur 23. sept. 1906 á ártíðardegi Snorra Sturlusonar. Húsið var gert eftir teikningu frá kunnum dönskum húsameistara, Mag- dahl-Nielsen, en steypt úr steini undir stjórn ungs dansks húsa- meistara. Árið eftir (1907) fekkst knúð fram á alþingi breyting á prentsmiðjulögunum. Var þar ákveðið, að prentsmiðjurnar skyldu senda skyldueintök sín lögreglustjóranum, hverjum á sínum stað, en áður tók við landshöfðingi (ráðherra), en þeir senda síðan sjálfu safninu. Að auk var hver prentsmiðja skylduð til þess að senda árlega skrá um allt, sem þar hafði prentað verið. Árið 1908 var Jón Jakobsson að fullu kvaddur til að vera landsbókavörður. Nokk- urir aðrir sóktu um starf þetta, sumir merkir menn. I september- og októbermánuð- um sama ár var bókasafnið flutt í hin nýju hýbýli. Flutningurinn kostaði einungis 531 kr. og 54 a., enda lögðu bókaverðirnir fram vinnu sína ókeypis. W. Fiske
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.