Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 75

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 75
LANDSBÓKASA F N IÐ 75 um lið hlýðir og að geta þess, að árið 1943 hófu íslendingar í Edinborg (að for- göngu Sigursteins Magnússonar, umboðsmanns Islandsstjórnar þar í borg) samtök um það að láta ljósmynda handrit í Bretlandi og senda landsbókasafninu að gjöf. Er þetta gert með tvenns konar hætti, eftir því hvers virði handritin eru. Lýsir þetta bragð mikilli hugulsemi og rækt til landsins. Ritaukaskrár hafa jafnan verið birtar frá 1887, oftast árlega, 1916—17 þó í einu lagi. Ritaukaskrá 1918—24 varð þó aftur úr og var eigi prentuð fyrr en 1928 (samin af einum starfsmanni safnsins, Pétri magister Sigurðssyni, sem nú er háskólaritari). Ritaukaskráin 1940—41 var birt í einu lagi, og bar það til, að viðauki 1940 varð svo lítill og slitróttur frá öðrum en enskumælandi þjóðum, að ekki þókti taka eða fært að birta það ár sér. Ritaukaskráin 1944 er í viðbúnaði, því að vitanlega er ekki unnt að birta skrá hvers árs fyrr en eftir á. Þá er að geta að nokkuru hinnar innri starfsemi, sem mið- ar til léttis notöndum safnsins. Sá, sem þetta ritar, tók við skrá- setningu prentaðra bóka árið 1913. Gerðist það með þessum hætti: Hann hafði kynnzt nokkuð liandritum í nokkur undan- farin ár, bæði hérlendis og utanlands, og komizt að raun um, að handrit safnsins voru lokuð, að kalla mátti, notöndum og jafnvel að mestu sjálfum bókavörðum þess. Á alþingi 1913 sókti hann (með meðmælum landsbókavarðar) um fjárframlag til skrásetningar handritum. Gekk þetta greiðlega fram í neðri deild, og voru veittar til þess þar 1500 kr. á ári, eins og um var sókt. Þetta snerist með einhverjum hætti eftir það á þá leið í efri deild, að sameinað var fjárframlag til skrásetningar prentaðra bóka og handrita- lýsingar og til hvors tveggja veitt 2000 kr. Jón ritstjóri Ólafsson var nú kominn að öðru starfi (orðabókaverki) og vildi ekki sinna lengur spjaldskrársetningu prentaðra bóka. Tók þá höfundur þessarar greinar við því verki, lauk við það litla, sem eftir var í hinum útlendu deildum safnsins, hélt áfram spjaldskrá um það, sem við bættist jafn- óðum, og var það stundum talsvert (t. d. er í safnið komu söfn Jóns Borgfirðings og Jónasar Jónssonar), en aðalverkið var þó fólgið í skrásetningu íslenzku deildarinnar (þar eru allar íslenzkar bækur, útlendar bækur, sem varða Island og bækur eftir ís- lendinga á hverri tungu sem er), skemmtilegt verk að vinna, enda kom margt fram í dagsbirtuna, það er lítt var kunnugt og jafnvel bókavörzlumenn safnsins, að vonum, vissu ekki um, með því að bækur voru stundum ekki þar, sem búast hefði mátt við. Hvíldi jafnan á höfundinum bæði að flokka bækurnar og skrásetja, en nokkuru af fé því, sem til verksins var ætlað, varði landsbókavörður til þess að láta aðra gera eftirrit af spjaldskránum í væntanlega höfundaskrá, en frumskránni var skipað niður eftir efni bóka, flokkum (innan flokka eftir höfundanöfnum). Þegar höf. fór að háskóla íslands (í upphafi árs 1921), hélt hann samt um hríð áfram að gera spjaldskrár um Sigmundur Matthíasson

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.