Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 77

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 77
LANDSBÓKASAFNIÐ 77 hans, þeir er áður voru nefndir, sömdu aðfangaskrá prentaðra bóka (og bjuggu undir prentun ritaukaskrár safnsins). Hann var árvakur maður í starfi sínu og er þjóðkunn- ur rithöfundur. Fór hann frá fyrir aldurssakir 1. júní 1943, með fullum launum, en við tók s. d. Dr. Þorkell Jóhannesson, er verið hafði fyrri bókavörður í safninu frá 1931. Hann hvarf að háskóla íslands 1. sept. 1944, en við forstöðu safnsins tók s. d. Finnur magister Sigmundsson, en hann hafði unnið þar frá 1929, og er áður getið starfsemi hans þar. Margir hafa verið bókaverðir (afgreiðslumenn) í safninu þetta tímabil eða skömmu fyrir, þótt lítt sjáist minjar þeirra (að aðfangaskrá handrita Dr. Björns Bjarnasonar frá Viðfirði skamman tíma, Dr. Jóns próf. Jónssonar Aðils, Dr. Guðmundar Finn- bogasonar, þ. e. þeirra handrita, er við bættust á starfstíma þeirra). Þess er þó skylt að geta, að Hallgrímur magister Hall- grímsson hefir verið bókavörður í safninu óslitið frá 1919. Það vekur mesta ferðu, þegar á allt er Loka- litið, hversu langt safnið hefir náð að athugasemdir , . r , , bokakosti, jatnskamman tima sem ijar- veizluvaldið hefir sinnt því, svo að til nokkurra muna megi telja. En vitanlega er það ekki fjöldi bókanna, sem mestu skipt- ir, heldur gæðin. Mest mun um nokkura áratugi hafa verið lagt kapp á að ná í safnið bókum, sem varða alls konar íslenzk fræði og þá sögu Norðurlanda og þær bækur, sem lúta að tungum þeirra, fræðum og mentum. Síðan er spjaldskrár komu um prentaðar bækur og handritalýsing hefir verið birt á prenti, hefir bókavörðum miklu fremur en áður verið unnt að greiða fyrir mönnum um bækur og handrit. Þess þykir og mega sjá vitni, að ástundun lestrarsalsgesta í íslenzkum fræð- um hafi aukizt til muna hin síðari ár. Það má telja víst, að þetta safn sé auðugra en nokkur önnur að íslenzkum ritum prentuðum og þeim, er Island varða. Er það ráð þá fyrir hendi, að ljósmyndað verði það, er á skortir og ekki verður fengið til safnsins. Vænta má, að sömu aðferð verði beitt um helztu íslenzk handrit í útlendum söfnum, þau er eigi fást endurheimt. Um aðrar deildir safnsins gegnir vitanlega öðru máli, og er allt þar fáskrúðugra. Þó þykir skákbókasafnið mikils vert, en óvíst, hvort bolmagn verður til slíks viðhalds sem því hæfir, því að líklega myndi þá þurfa að taka fé frá því, sem nauðsynlegra er talið og almennara eðlis. Ekki eru teljandi prentaðar bækur frá upphafi prentaldar (fáeinar á latínu laust fyrir 1500). Nokkurar bækur frá Norð- urlöndum eru til frá 16. öld, sumar jafnvel mjög torgætar. Telja má, að þjóðbókasafn sem þetta hafi þrenns konar hlutverk. í fyrsta lagi er það minjasafn íslenzkra bóka, sem ekki verða léðar til venjulegs lestrar. í öðru lagi er það vísinda- og fræðibókasafn, og ætti það að því leyti að vera í samvinnu við háskólabókasafnið, sem nýlega hefir verið stofnað, því að ekki hefir jafnfámenn þjóð Þorkell Jóhannesson

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.