Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 78

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 78
78 PÁLL EGGERT ÓLASON sem íslendingar ráð á að kaupa dýr útlend rit nerna í einu eintaki, og sumurn vísinda- greinum eigi unnt aS sinna aS nokkuru ráSi, enda naumast til gagns fyrst um sinn. I þriSja lagi hefir landsbókasafniS veriS eins konar almannabókasafn, einkum handa nokkuS menntuSum mönnum. Talsvert hefir létt á landsbókasafninu aS þessu leyti frá 1923, er bæjarbókasafn var stofnsett hér í Reykjavík. Amtsbókasöfnin, bókasöfn, sem upp hafa risiS í kaupstöSum smám saman, og lestrarfélög um byggSir landsins hníga öll aS sama marki, þó aS vafalaust mætti koma betra skipulagi og samvinnu meS öllum slíkum söfnum, t. d. í sameiginlegum bókakaupum, og gæti þá veriS umtalsmál, hvar forstaSa yrSi í þeirri grein og jafnvel öSrum efnum. Eins og nú er komiS, kveSur mjög aS húsnæSisskorti í landsbókasafninu, sem sjá má af því, sem áSur hefir veriS nefnt. Svo mun þó hafa veriS ráS fyrir gert, er húsiS var dregiS upp og reist, aS bæta mætti viS þaS álmum beggja vegna og jafnvel á síSan umlykja allt aS norSan. En gæta yrSi þess þá, aS álmurnar og hin eldri bókageymslu- herbergi yrSu samhæfS kröfum manna í þessu efni á síSari áratugum. Myndi þar mega vera til fyrirmyndar hiS nýja hús háskólasafnsins aS ýmsu leyti; þar er t. d. hvergi meira en seilingarhæS meSalmanni í efstu hillur, og fleiri kosti má nefna þar. Há- skólinn er þjóSstofnun og bókasafn þess því aS mestu leyti einnig. Myndi þaS fyrir 20—30 árum hafa þókt hin mesta rausn af fj árveizluvaldi landsins aS hafa tvö þjóS- bókasöfn á sama staS handa 125 þús. manna þjóS, meS sínum yfirmanni í hvoru, en halda aS auk forstöSu þjóSskjalasafnsins sér. (SamiS að beiðni landsbókavarðar. — Heimildir aS mestu: Minningarrit aldarafmælis landsbókasafnsins, sbr. og Sigfús Blöndal: Landsbiblioteket í Reykjavík, og er sú grein í Nordisk tidskrift för bok- och biblioteksvasen, árg. VII, 1920).

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.