Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 92

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 92
92 NÝJUNG í ÍSLENZKRI BÓKAGERÐ Fyrstu ljósprentanir Lithoprents, sem at- hygli vöktu, komu út árið 1942. Voru það æfintýri Magnúsar Grímssonar og Jóns Arnasonar frá 1852 og Fáein smákvæði eftir Bólu-Hjálmar, nákvæm eftirmynd af litlu ljóðakveri með eigin hendi Hjálmars, rituðu á efstu árum hans. Síðan hefur Litho- prent ljósprentað margar bækur, þar á meðal Fjölni allan, 1. útgáfu af ljóðmæl- um Jónasar Hallgrímssonar og Bjarna Thorarensens, 1. útgáfu Grallarans (1594), hluta af þjóðsögum Jóns Árnasonar, Is- landsvísur Guðmundar Magnússonar, ís- lendingasögur, nótnabækur ýmsar, kennslu- bækur og margt fleira. Þá hefur verið hafin ljósprentuð útgáfa á Árbókum Espólíns og er 1. heftið komið út. Af bókum, sem nú eru í prentun eða í þann veginn að koma út, má nefna Ármann á Alþingi, Grágás, útgáfu Vilhjálms Finsens, og Nokkra sálma eftir Kolbein Grímsson Jöklaraskáld (Hól- um 1682). Af kveri Kolbeins eru aðeins til tvö eintök svo vitað sé, og þó hvorugt alveg heilt. Er annað eintakið varðveitt í Landsbókasafni, en hitt í bókasafni há- skólans. Þessi tegund bókagerðar hefur það til síns ágætis, að nú er unnt að eignast eftir- myndir fágætra bóka með nákvæmlega sama yfirbragði sem frumprent þeirra og jafngilt því til notkunar að öllu leyti. Má telja víst, að margt íslenzkra bóka frá fyrstu öldum prentlistarinnar hér á landi verði smám saman gefið út með þessum hætti, en sumar þeirra eru orðnar mjög fágætar. Ljósprentun gamalla bóka, sem sumar hafa verið prentaðar með slitnu letri, er að vísu ýmsum vandkvæðum bund- in, en með útgáfu Grallarans, sem er prýði- lega af hendi leyst, hefur Lithoprent sýnt, að verk þess þola fyllilega samanburð við þær erlendar ljósprentanir, sem hér hafa sézt. Mikil þörf er einnig á að fá ljósprent- aðar útgáfur ýmissa rita frá 19. öld, sem nú mega heita ófáanleg. Hefur útgáfa Fjölnis t. d. orðið mjög vinsæl, enda var þetta merka tímarit í fárra höndum áður. Ymis handrit í Landsbókasafninu væri einnig æskilegt að fá Ijósprentuð. — Af kvæðakveri Bólu-Hjálmars má sjá, að Litho- prent getur einnig leyst vel af hendi ljós- prentun handrita. Einar Þorgrímsson, forstjóri Lithoprents og brautryðjandi þessarar iðngreinar hér á landi, er óvenjulega áhugasamur maður í starfi sínu. Hann hefur unnið með mik- illi elju að því að koma þessu fyrirtæki sínu á fastan grundvöll og hefur hvorki sparað fé né fyrirhöfn til þess að ná góð- um árangri í frágangi þeirra rita, sem hann hefur ljósprentað. Hann er að nokkru leyti sjálfmenntaður í þessari vandasömu iðn- grein, en dvaldist þó um skeið í Englandi til þess að afla sér leikni og aukinnar þekk- ingar. Nokkrir ungir menn hafa lært og eru að læra hjá Einari. Vinna nú við fyrir- tæki hans 8—10 manns.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.