Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 26
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
Dagbækur Finnboga Bernódussonar
I
Síðastliðinn vetur barst Landsbókasafni Islands verðmæt gjöf dag-
bóka vestan úr Bolungarvík. Verður hér lítillega sagt frá þeirn og
höfundi þeirra.
Sunnudaginn 8. marz 1914 var skemmtun haldin í Stúkuhúsinu í
Bolungarvík. Þar las séra Páll Sigurðsson upp langt bréf, er stílað var
til allra Bolvíkinga. Sendandi var Jónas Jónasson, er búið haíði nokkur
ár í Bolungarvík, en íluttist þaðan með fjölskyldu sína til Ameríku
1913. Jónas hafði fyrir og um síðustu aldamót verið bóndi á Lækjarbæ
og Húki í Miðfirði. Sonur hans var Sigurður, sem gaf ríkinu Bessastaði
og lengi var forstjóri Tóbaksverzlunar ríkisins. — I bréfinu lýsti Jónas
ferðinni vestur yfir hafið og spurði hvernig viðrað hefði í Bolungarvík
þrjá tiltekna daga, meðan á henni stóð. Þá daga hafði verið logn og
glersléttur sjór. En hver vissi urn veðurfarið í Bolungarvík greinda
daga? Hélt nokkur í Víkinni dagbók? Við eftirgrennslan reyndist Har-
aldur Stefánsson hafa gert það frá aldamótum, og var því hægt að svara
spurningu Jónasar greinilega. - Bréfjónasar hafði þau áhrif, að Finn-
bogi Bernódusson byrjaði safndægurs að skrifa dagbók, og það hefur
hann gert óslitið til þessa, án þess að nokkur dagur hafi úr fallið, eða í
rösk 65 ár.
Finnbogi fluttist með foreldrum sínum til Bolungarvíkur 1896 og
hefur síðan átt þar heima. Fæddur er hann í Þernuvík í Mjóafirði við
Djúp 26. júlí 1892, og voru foreldrar hans Guðrún Jensdóttir og
Bernódus örnólfsson. Sjö fyrstu árin, sem þau voru í Bolungarvík,
bjuggu þau í verbúð. Finnbogi man vel veru sína þar og minnist
hennar þannig:
,,Eg kynntist á því tímabili sjómönnum úr flestum ef ekki öllum
landshlutum. I búð föður míns var mikið unnið í landlegum. Mjög
stunduðu margir búðaráp og setur. Sagðar voru sögur, kveðizt á,