Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 42

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 42
42 JÓN STEFFENSEN Sveins, því að í promemoria hans 20. júní 1791 til hennar segir: „skal det være mig kiært at kunde, om mueligt indberette til Selskabet hvor nreget der for de 2 sidste aar af min Reise, maatte blive at afdrage de mig for det förste aar tilstaaede 300 rd“ (IB. 7 fol.). í journal ársins 1792 segir Sveinn: „Fyrsta október fór ég frá Viðey að Nesi og þaðan aftur hinn 3. að Bessastöðum, eftir innilegri ósk Meldahls amtmanns og [Markúsar] Magnússonar prófasts, til þess að reyna að finna einhverja bót á sjúkdómi amtmanns, sem því miður varð árangurslaust. Að vísu varð þetta til þess, að ég vanrækti nokkuð skoðun gróplantnanna. En látið hvern, sem hefur ekki steinhjarta, kynnast manni með hugarfari Meldahls og reynið, hvort hann getur neitað honum um þetta skylduverk mannúðarinnar. Eg veit, að það yfirboðaðar mínir og árangur ferðar minnar töpuðu við þetta græddist mér sjálfum við kynni þau, er ég fékk af þessum ágætismanni“ (Sveinn Pálsson 1945, 26). Þessa afsökun áréttar Sveinn í bréfi til Naturhistorie Selskabet rituðu í Viðey 29. febrúar 1792: „I anledning af nrin Ophold hos Afgfangne] Amtm. Melda[h]l i hans Sygdom, maae jeg ydmygst bede om Und- skylding, da jeg om forlanges, er villig til, enten at det mig accorderede Hostium af Sterboet kortes af i mit Stipend[ium] eller min Reisetid i Forhold derefter maatte forlænges, hvilket samme kunde gielde for Fremtiden, hvis mig af Patienter nogen Ophold muelig maatte tilföies, som alt min Dagbog rigtig skal medföre, forsaavidt saadant indtreffes i den Tid jeg kan reise. At nægte Folk sin ringe Bistand i Sygdoms Tilfælde naar den beskikkede Læge enten ikke er ved Haanden, eller staaer i Miscredit, ansees her for Barbarie. Min Instruction, sem byder mig at erkyndige mig om Landets Sygdomme, synes heller ikke at være af den Mening“ (Sveinn Pálsson 1976, 13-14). Það er óhugsandi, að Sveinn að fyrra bragði fari að afsaka, að hann stundaði Meldahl amtmann í banalegu hans, vitneskja um það hlýtur að hafa borizt til stjórnar Naturhistorie Selskabets frá öðrum en Sveini og hún síðan kvartað við hann. Það var í verkahring stiftamtmanns að skýra stjórninni í Höfn frá láti Meldahls amtmanns 19. nóvember og hvaða kröfur væru í dánarbúið, þar á meðal vegna læknishjálpar. Að stiftamtmaður hafi notað tækifærið og skrifað með sömu ferð stjórn Naturhistorie Selskabets um vanrækslu Sveins, er ólíklegt, sennilegra er, að Magnús sonur hans hafi notað tækifærið til að koma þessu á framfæri við Naturhistorie Selskabet, e. t. v. gegnum T. Rothe, til þess gæti bent, að vísað hefur verið til gróplantna, en Magnús var áhuga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.