Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 49
ÞORLEIFUR JÓNSSON Rit Eggerts Ólafssonar um trúarbrögð fornmanna Hinn 20. júní 1978 keypti Landsbókasafn latínurit, sem Eggert Ólafs- son tók saman á árunum 1750-51 um trú norrænna manna að fornu.1 Þetta er eiginhandarrit höfundar, en það var aldrei gefið út prentað, og ekki er kunnugt um uppskriftir af því. Kaupin áttu sér nokkurn að- draganda, og verður þeirra getið í skýrslu Landsbókasafns síðar í þessu hefti. Hér verður sagt frá ritinu í stuttu máli og efni þess kynnt. Handridð af Theologiae gentilis historia er 140 tölusettar blaðsíður að stærð, bundið (eftir að það var skrifað) í brúnt skinn og gyllt á kjöl. Það er snyrtilega skrifað með athugasemdum neðanmáls, og efni er rakið jafnharðan á spássíu. Verkið er samið í Kaupmannahöfn, eftir að Eggert kom úr Islandsferðinni haustið 1750, og formálinn er dagsettur 26. janúar 1751. Óljóst er um feril þess í upphafí eða þar til árið 1812, að það er í eigu Gríms Thorkelín leyndarskjalavarðar. Hann gefur það svo í safn Strangfords lávarðar (1780-1855), sem starfaði í utanríkis- þjónustu Breta á sinni tíð, var m. a. sendiherra þeirra í Svíþjóð á árunum 1817-19, og var áhugamaður um bókmenntir.2 Ur Strang- ford-safninu barst það svo í bókasafn Sir Thomas Phillipps (1792-1872) og var boðið upp ásamt fleiri ritum úr því safni í London árið 1977. Lengi hefur verið kunnugt, að Eggert Ólafsson setti saman verk um norræn trúarbrögð, þó að ekki væri vitað til, að það heíði varðveitzt. Steingrímur Jónsson síðar biskup gerði lauslegt efnisyfirlit yfir veru- legan hluta þess (§§ 1-240), og barst það Landsbókasafni með hand- ritum hans (Lbs. 240 4to). Líklegt er, að Steingrímur hafi lesið ritið á árunum 1803-4, en þá vann hann fyrir Grím Thorkelín, m. a. að þýðingu Gulaþingslaga á latínu. Eggert hefur ritið á formála til lesarans (bls. 3-8), þar sem hann gerir grein fyrir tilurð verksins og lýsir efni og efnisskipan. Fram kemur, að hann hafði stefnt að því að halda áfram að skrifa Enarrationes, en fyrsti hluti þess verks kom út árið 1749 og vakti þá nokkra athygli. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.