Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 66

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 66
FINNBOGI GUÐMUNDSSON Snorri Sturluson og Norðurlönd Dálítil samantekning úr Heimskringlu í upphafi Prologusar Heimskringlu segir svo: „Á bók þessi lét ek rita fornar frásagnir um höfðingja þá, er ríki hafa haft á Norðrlöndum ok á danska tungu hafa mælt, svá sem ek hefi heyrt fróða menn segja, svá ok nökkurar kynslóðir þeira eptir því, sem mér hefir kennt verit, sumt þat, er finnsk í langfeðgatali, þar er konungar eða aðrir stórættaðir menn hafa rakit kyn sitt, en sumt er ritat eptir fornum kvæðum eða söguljóðum, er menn hafa haft til skemmtanar sér. En þótt vér vitim eigi sannendi á því, þá vitum vér dæmi til, at gamlir fræðimenn hafi slíkt fyrir satt haft.“ Snorri slær þarna þegar skemmtilega varnagla um sannleiksgildið, og vér sjáum, að kvæðin eða söguljóðin eru öðrum þræði ætluð til skemmtanar, enda kemur það glöggt í ljós, þegar Snorri í Ynglinga sögu, þar sem einkum er stuðzt við kvæði eftir 9. aldar skáldið Þjóðólf úr Hvini, Ynglingatal, endursegir eða leggur út afeinstökum erindum. Síðar í formálanum segir Snorri: In fyrsta öld er kölluð brunaöld. Þá skyldi brenna alla dauða menn ok reisa eptir bautasteina, en síðan er Freyr hafði heygðr verit at Uppsölum, þá gerðu margir höíðingjar eigi síðr hauga en bautasteina til minningar um frændr sína. En síðan er Danr inn mikilláti, Danakonungr, lét sér haug gera ok bauð at bera sik þannig dauðan með konungsskrúði ok herbúnaði ok hest hans við öllu söðulreiði ok mikit fé annat ok hans ættmenn gerðu margir svá síðan, ok hófsk þar haugsöld í Danmörku, en lengi síðan helzk brunaöld með Svíum ok Norðmönnum. En er Haraldr inn hárfagri var konungr í Noregi, þá byggðisk ísland. Hér er horft til þriggja Norðurlandanna, síðan getið um fund Islands, en austur á Finnland sjáum vér ekki enn né heldur hefur sögunni vikið til Færeyja. Þegar óðinn er í upphafi Ynglinga sögu kominn til Norðurlanda og setztur að í Óðinsey, þ. e. Óðinsvéum, sendir hann Gefjun, er seinna varð tengdadótdr hans, norður yfir sundið í landaleitan, hefur vitað sem var, að kvenþjóðin kæmi sínu fram þá sem endranær, enda varð sú raunin á. Geþun „kom til Gylfa [er samkvæmt Gylfaginningu í Snorra- Eddu „réð þar löndum, er nú heitir Svíþjóð“],
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.