Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 33

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 33
JÓN STEFFENSEN Ritunartími Eldrits Sveins Pálssonar kirurgs Það kann að þykja óþarfi að velta fyrir sér ritunartíma Eldrits Sveins Pálssonar, svo afdráttarlaust sem hann er tilgreindur í ferðabók hans, en þar segir Jón Eyþórsson: „Eldritið hefur hann skrifað um sumarið [þ. e. 1794] á þrem bæjum, þar sem hann var 1-2 daga um kyrrt: Geirlandi, Víðivöllum og Steinsstöðum“(Sveinn Pálsson 1945, 334). Og sjálfur segir Sveinn: „héldum við þar [þ. e. á Geirlandi] því kyrru fyrir til hins 30. [júlí 1794] og bjuggum okkur jafnframt undir hina fyrirhuguðu fjallferð til eldstöðva sem [Magnús] Stephensen ritaði um 1784. Þessa ferðasögu og ýmislegt, sem stendur í sambandi við hana, mun ég skrifa í dagbókina næstu mánuði sem sérstaka ritgerð“ (Sveinn Pálsson 1945, 353). Titill ritgerðarinnar gefur þó ærið tilefni til þess að velta vöngum yfir því, hvenær hún muni samin. A frummáli er hann: Tillœg til Beskrivels- erne over den Volcan der brændte i Skaptefells Syssel Aar 1783Samlet ved en Reise i Egnen Aarene 1793 og 94 af Distrikts Kirurg Svend Paulsen (Sveinn Pálsson 1881, 26), og í þýðingunni: Viðbœtir við lýsingarnar á Skaftáreldunum 1783 saman tekinn á ferðalagi um héraðið á árunum 1793 og 1794 af Sveini Pálssyni fjórðungslœkni (Sveinn Pálsson 1945, 552). Hvert sem álit manna er á því, absamlet komi rétt til skila mebsaman tekinn, þá er það víst, að það hefur Distrikts Kirurg Svend Paulsen ekki gert á árunum 1793 og 1794, því að þann titil gat hann ekki notað fyrr en seint á árinu 1799, enda er þetta eini staðurinn í ÍB. 1-3 fol., þar sem hann gerir það annars ætíð rétt og slétt Svend Paulsen. Auk þess ber ritið þess merki, að við það hefur verið rjátlað löngu eftir 1794. Þannig er í inngangi þess Magnús Stephensen titlaður jústitsráð í íslenfkayfirréttinum (Sveinn Pálsson 1945, 556), en það varð hann árið 1800, og í II. kafla ritsins er komizt svo að orði: „eins og nánar er lýst í ritgerð minni um íslenzka jökla, sem ég endur fyrir löngu sendi hinu fyrrverandi Naturhistorie Selskab, en ekki hefur verið prentuð ennþá mér vitanlega“ (Sveinn Pálsson 1945, 572). 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.